Haffafréttir

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Back in Young-protection-country

jæja....

Þá er alvara lífsinns tekin við að nýju...

frá síðustu bloggfærslu hefur nú ýmislegt gerst. Ég tók próf sem gek bara vel...ég fór heim þann 19.júní. mikið var nú gott að komast "heim" í smá "frí". það var farið beinustu leið í vinnu. ég var akkurat ekkert að nenna að vinna í allt sumar enda vottur af þreytu eftir erfiða skólaönn. En þar sem ég hef ekki ennþá unnið í lottó eða fundið falin fjarsjóð þá var nú víst ekki um annað að ræða.

Hitt og þetta var bardússað meðan á íslandsdvölinni stóð þó ég hefði nu viljað gera meira. það var skellt sér á goslokahátíð("graslaukahátíð"), farin ein ferð í búðardal og spilaður fótbolti, farið á þingvelli að veiða, farið í útileigu og svona hitt og þetta. Svo ákvað ég það með viku fyrirvara að skella mér á þjóðhátíð. hafði ætlað mér að sleppa hátíðinni í ár vegna fjárskorts en sá nú að mér og skellti mér.

Ég sá ekki eftir því. ein sú besta myndi ég segja. ákvað sökum aldurs að breyta aðeins til í ár. passa mig á því að borða allaveganna 2svar á dag, sofa allaveganna 7 tíma og ekki taka capteinin með mér í rúmið þegar komið er úr dalnum. þetta svínvirkaði. hélt heilsu frá miðvikudegi þangað til á sunnudaginn. fór heim, gjörsamlega búin á öllum klukkan ellefu á sunnudagskvöldið! ég veit, hrikalegt en ég var alveg sáttur við það, sjaldan skemmt mér jafn vel. vaknaði reyndar sköllóttur eitthvern tímann yfir helgina, hef ákveðið að kenna sigga birni um það.
frábært að hitta alla vinina á ný. ekki laust við að menn séu að eldast eitthvað eins og lög gera ráð fyrir en þegar þessi vinahópur kemur saman þá er alltaf sami blússandi hressleikinn í gangi !! ég þakka öllum strákunum fyrir frábæra þjóðhátíð!!!!!

Á sunnudaginn síðast var svo kominn tími til að kveðja á ný og halda aftur heim til lands ungverja. Ég hélt nú reyndar að mín síðasta stund væri runninn upp í flugvélinni. yfir búdapest lentum við í þvílíku þrumuveðri og törbulans eftir því!! Hrafnhildur reyndi að halda því fram að þetta væri eins og að vera í rússíbana en það fannst mér ekki. mér var ekki skemmt... komumst svo reyndar að því þegar við vorum lent að fólk hafi actially dáið í búdapest vegna veðursinns.
en á leiðarenda komumst við nú fyrir rest.

nú er vika í erfðafræði próf og minns a fullu að leita sér að íbúð. buin að skoða nokkrar, óttalega holur hingað til en það hlýtur að detta eitthvað inn fljótlega.
jæja læt þetta duga í bili. þakka öllum fyrir sumarið!!!!