Send As SMS

Haffafréttir

laugardagur, apríl 29, 2006

yndislegt

ég er með blogg já alveg rétt. ég er glataður bloggari, það verður að segjast alveg eins og er. Ég blóta þeim einstaklingum á bloggrúntinum mínum sem nenna alldrei að blogga, blogga á 2-3 vikna fresti. i´m one of them augljóslega. fjandinn hafi þig Hafsteinn!! lati auli!!

Ég hef alltaf verið þannig að þegar það er vont veður, dimmt og blautt eins vill vera löngum tímum á hinu yndislega íslandi, þá sest það svo um munar á skap mitt. eitt af því afar fáa sem Ungverjaland hefur fram yfir ísland er veðrið. þvílíkt yndi. hér er 20-25 stiga hiti þessa daganna og það á bara eftir að verða heitara. ég fagna því uppundir svona 27 stig, en þá er helv hætt við því að ég verði að fjárfesta mér í súrefniskút og svona "strap on" ennis-viftu svo ég lifi af.

Sumarið er svo yndislegt. Fuglarnir vekja mann fyrir allar aldir með söng sínum... eða blessuð börnin sem njóta þess að væla úti í góða veðrinu...allar pöddurnar sem lifna við í sólarsælunni með það eitt að markmiði að bíta mig...vændiskonurnar geta loksinns staðið úti á kvöldin og borið björg í bú...heimilislausu rónarnir skjálfa ekki lengur á bekkjunum...maður er alltaf sveittur á rassinum...ójá sumarið er svo sannalega yndislegt

við krakkarnir höfum komið núna tvisvar saman í hljómskálagarðinum ( hungarian version) og grillað og haft það gott. sátum saman í sólinni og borðuðum grillmat. strákarnir sáum um eldamennskuna meðan stelpurnar skiptust á sögum um atburði liðinna daga, sumir voru í frissbí og aðrir léku sér í fótbolta, hundarnir hlupu um í gleði sinni. hamingjan allsráðandi. ekkert klisjukennt er það? :)

Annars er nú ekki mikið frá sögu færandi. ég vill nú ekki angra neinn með að tala of mikið um skólann...
en...
það er nóg að gera, ójá flenninóg. próf á próf ofan. það hefur gengið bara nokkuð vel uppá síðkastið. styttist í próf og svona, hefjast í lok maí. þannig verður það þangað til maður kemst "heim", það er ekkert annað en að kýla bara á það, drekkja sér í bókunum og komast alsæll heim. hvenær það verður er vandi um að spá enn sem komið er, stefni allavega á að vera mættur á goslokahátíð á eyjunni björtu.

vonandi eru allir hressir heima á fróni og bið ég að heilsa í bili. reyni að láta ekki aðdáendur mína bíða jafnlengi eftir næstu færslu, veit að margir bíða í ofvæni eftir fréttum, mér voru farinn að berast hótunarbréf vegna skorts á fregnum, reyni að láta þetta ekki gerast aftur. fyrirgefðu mér siggi björn...

sunnudagur, apríl 02, 2006

þeir eru gulir og svartir og suða og vinna fyrir þann stóra á neðri hæðinni!!

Skuggalega er maður latur að blogga. ég bara hef enga skýringu á þessu blogg-andleysi? náttúrulega gjörsamlega óviðunandi!!

muhaha þið sem búið á íslandi! hér er komið vor! ójá, 16-17 stiga hiti síðustu daga, rjómablíða og á bara eftir að batna. verður komið uppí 25 innan skamms. en það er nú ekki eintóm hamingja vorið. þeir eru komnir á kreik!! nyvaknaðir, svangir and out to kill me!! já, helv...geitungarnir eru mættir. er ég í alvörunni að pæla í að fara á námskeið eða eitthvað til að losna við þessa fóbíu mína! ég var að rölta heim til mín í dag, og sá eg að ég mæti gamalli konu. hún var alveg svakalega gömul, örugglega svona hundrað og ellefu ára og þar sem eg held að ungverjar borði aldrei fisk þá leit hun jafnvel út fyrir að vera tvöhundruð og ellefu, hún rétt komst úr sporunum í göngugrindinni sinni. í þann mund þar sem ég gekk fram hjá henni flaug geitungur á andlitið á mér!!BAMM beint milli augnana! ég stökk uppí loftið, veifaði út öllum útlimum í geðshræringu minni! þegar ég er buin að jafna mig og fullvissa mig um það að geitfuglinn sé á brott er mér litið á gömlu konuna. þá hefur hun numið staðar og hallað sér svona framá göngugrindinna. eg helt kannski að hun væri að hrökkva upp af en neinei þá lá hún bara í hláturskrampa sú gamla, hætti bara ekkert að hlægja! ef hláturinn lengir lífið þá hefur hún sjálfsagt grætt auka tvö ár á þessum tilburðum mínum í baráttunni við geitunginn. mér leið nú frekar aulalega... ég verð að komast yfir þetta, í alvörunni...

annars er afar lítið í fréttum svona. rugl að gera í skólanum, gengur samt bara nokkuð vel þessa daganna. Kata systir kemur eftir nokkra daga með páskaegg og annað gúmmilaði handa stóra bróðir. hef eg sterkan grun um að það verði nu eitthvað kíkt út á lífið með systu og svo rennum við sjálfsagt í höfuðborgina í verslunarleiðangur.

jæja próf á morgun og allt að verða vitlaust. bið að heilsa heim í kuldann. ef ykkur verður of kalt þá getiði alltaf kveikt í sinu?