yndislegt
ég er með blogg já alveg rétt. ég er glataður bloggari, það verður að segjast alveg eins og er. Ég blóta þeim einstaklingum á bloggrúntinum mínum sem nenna alldrei að blogga, blogga á 2-3 vikna fresti. i´m one of them augljóslega. fjandinn hafi þig Hafsteinn!! lati auli!!
Ég hef alltaf verið þannig að þegar það er vont veður, dimmt og blautt eins vill vera löngum tímum á hinu yndislega íslandi, þá sest það svo um munar á skap mitt. eitt af því afar fáa sem Ungverjaland hefur fram yfir ísland er veðrið. þvílíkt yndi. hér er 20-25 stiga hiti þessa daganna og það á bara eftir að verða heitara. ég fagna því uppundir svona 27 stig, en þá er helv hætt við því að ég verði að fjárfesta mér í súrefniskút og svona "strap on" ennis-viftu svo ég lifi af.
Sumarið er svo yndislegt. Fuglarnir vekja mann fyrir allar aldir með söng sínum... eða blessuð börnin sem njóta þess að væla úti í góða veðrinu...allar pöddurnar sem lifna við í sólarsælunni með það eitt að markmiði að bíta mig...vændiskonurnar geta loksinns staðið úti á kvöldin og borið björg í bú...heimilislausu rónarnir skjálfa ekki lengur á bekkjunum...maður er alltaf sveittur á rassinum...ójá sumarið er svo sannalega yndislegt
við krakkarnir höfum komið núna tvisvar saman í hljómskálagarðinum ( hungarian version) og grillað og haft það gott. sátum saman í sólinni og borðuðum grillmat. strákarnir sáum um eldamennskuna meðan stelpurnar skiptust á sögum um atburði liðinna daga, sumir voru í frissbí og aðrir léku sér í fótbolta, hundarnir hlupu um í gleði sinni. hamingjan allsráðandi. ekkert klisjukennt er það? :)
Annars er nú ekki mikið frá sögu færandi. ég vill nú ekki angra neinn með að tala of mikið um skólann...
en...
það er nóg að gera, ójá flenninóg. próf á próf ofan. það hefur gengið bara nokkuð vel uppá síðkastið. styttist í próf og svona, hefjast í lok maí. þannig verður það þangað til maður kemst "heim", það er ekkert annað en að kýla bara á það, drekkja sér í bókunum og komast alsæll heim. hvenær það verður er vandi um að spá enn sem komið er, stefni allavega á að vera mættur á goslokahátíð á eyjunni björtu.
vonandi eru allir hressir heima á fróni og bið ég að heilsa í bili. reyni að láta ekki aðdáendur mína bíða jafnlengi eftir næstu færslu, veit að margir bíða í ofvæni eftir fréttum, mér voru farinn að berast hótunarbréf vegna skorts á fregnum, reyni að láta þetta ekki gerast aftur. fyrirgefðu mér siggi björn...
Ég hef alltaf verið þannig að þegar það er vont veður, dimmt og blautt eins vill vera löngum tímum á hinu yndislega íslandi, þá sest það svo um munar á skap mitt. eitt af því afar fáa sem Ungverjaland hefur fram yfir ísland er veðrið. þvílíkt yndi. hér er 20-25 stiga hiti þessa daganna og það á bara eftir að verða heitara. ég fagna því uppundir svona 27 stig, en þá er helv hætt við því að ég verði að fjárfesta mér í súrefniskút og svona "strap on" ennis-viftu svo ég lifi af.
Sumarið er svo yndislegt. Fuglarnir vekja mann fyrir allar aldir með söng sínum... eða blessuð börnin sem njóta þess að væla úti í góða veðrinu...allar pöddurnar sem lifna við í sólarsælunni með það eitt að markmiði að bíta mig...vændiskonurnar geta loksinns staðið úti á kvöldin og borið björg í bú...heimilislausu rónarnir skjálfa ekki lengur á bekkjunum...maður er alltaf sveittur á rassinum...ójá sumarið er svo sannalega yndislegt
við krakkarnir höfum komið núna tvisvar saman í hljómskálagarðinum ( hungarian version) og grillað og haft það gott. sátum saman í sólinni og borðuðum grillmat. strákarnir sáum um eldamennskuna meðan stelpurnar skiptust á sögum um atburði liðinna daga, sumir voru í frissbí og aðrir léku sér í fótbolta, hundarnir hlupu um í gleði sinni. hamingjan allsráðandi. ekkert klisjukennt er það? :)
Annars er nú ekki mikið frá sögu færandi. ég vill nú ekki angra neinn með að tala of mikið um skólann...
en...
það er nóg að gera, ójá flenninóg. próf á próf ofan. það hefur gengið bara nokkuð vel uppá síðkastið. styttist í próf og svona, hefjast í lok maí. þannig verður það þangað til maður kemst "heim", það er ekkert annað en að kýla bara á það, drekkja sér í bókunum og komast alsæll heim. hvenær það verður er vandi um að spá enn sem komið er, stefni allavega á að vera mættur á goslokahátíð á eyjunni björtu.
vonandi eru allir hressir heima á fróni og bið ég að heilsa í bili. reyni að láta ekki aðdáendur mína bíða jafnlengi eftir næstu færslu, veit að margir bíða í ofvæni eftir fréttum, mér voru farinn að berast hótunarbréf vegna skorts á fregnum, reyni að láta þetta ekki gerast aftur. fyrirgefðu mér siggi björn...