Send As SMS

Haffafréttir

laugardagur, apríl 29, 2006

yndislegt

ég er með blogg já alveg rétt. ég er glataður bloggari, það verður að segjast alveg eins og er. Ég blóta þeim einstaklingum á bloggrúntinum mínum sem nenna alldrei að blogga, blogga á 2-3 vikna fresti. i´m one of them augljóslega. fjandinn hafi þig Hafsteinn!! lati auli!!

Ég hef alltaf verið þannig að þegar það er vont veður, dimmt og blautt eins vill vera löngum tímum á hinu yndislega íslandi, þá sest það svo um munar á skap mitt. eitt af því afar fáa sem Ungverjaland hefur fram yfir ísland er veðrið. þvílíkt yndi. hér er 20-25 stiga hiti þessa daganna og það á bara eftir að verða heitara. ég fagna því uppundir svona 27 stig, en þá er helv hætt við því að ég verði að fjárfesta mér í súrefniskút og svona "strap on" ennis-viftu svo ég lifi af.

Sumarið er svo yndislegt. Fuglarnir vekja mann fyrir allar aldir með söng sínum... eða blessuð börnin sem njóta þess að væla úti í góða veðrinu...allar pöddurnar sem lifna við í sólarsælunni með það eitt að markmiði að bíta mig...vændiskonurnar geta loksinns staðið úti á kvöldin og borið björg í bú...heimilislausu rónarnir skjálfa ekki lengur á bekkjunum...maður er alltaf sveittur á rassinum...ójá sumarið er svo sannalega yndislegt

við krakkarnir höfum komið núna tvisvar saman í hljómskálagarðinum ( hungarian version) og grillað og haft það gott. sátum saman í sólinni og borðuðum grillmat. strákarnir sáum um eldamennskuna meðan stelpurnar skiptust á sögum um atburði liðinna daga, sumir voru í frissbí og aðrir léku sér í fótbolta, hundarnir hlupu um í gleði sinni. hamingjan allsráðandi. ekkert klisjukennt er það? :)

Annars er nú ekki mikið frá sögu færandi. ég vill nú ekki angra neinn með að tala of mikið um skólann...
en...
það er nóg að gera, ójá flenninóg. próf á próf ofan. það hefur gengið bara nokkuð vel uppá síðkastið. styttist í próf og svona, hefjast í lok maí. þannig verður það þangað til maður kemst "heim", það er ekkert annað en að kýla bara á það, drekkja sér í bókunum og komast alsæll heim. hvenær það verður er vandi um að spá enn sem komið er, stefni allavega á að vera mættur á goslokahátíð á eyjunni björtu.

vonandi eru allir hressir heima á fróni og bið ég að heilsa í bili. reyni að láta ekki aðdáendur mína bíða jafnlengi eftir næstu færslu, veit að margir bíða í ofvæni eftir fréttum, mér voru farinn að berast hótunarbréf vegna skorts á fregnum, reyni að láta þetta ekki gerast aftur. fyrirgefðu mér siggi björn...

11 Comments:

  • At 9:38 PM, apríl 29, 2006, Mútta said…

    Kominn tími til. Næst eru það myndirnar af hinni fallegu Debrechen og sumri sem við þekkjum ekki hér á fróni

     
  • At 10:30 PM, apríl 29, 2006, Ólöf said…

    Sammála síðasta ræðumanni:) Við Þröstur Arnar kíkjum hér við daglega í leit að spennandi fréttum. Endilega láta það eftir sér að blogga meira. Annað er RRRUUGGLL!! Biðjum að heilsa.

     
  • At 1:17 PM, apríl 30, 2006, Siggi Bj said…

    Jájá kanski í þetta skiptið,en þínir sénsar eru búnir...en annars máttu blogga aðeins meira um ungversku portkonurnar,þær eru helvíti spennandi..!!jafnvel að senda mynd af einni föngulegri...?

     
  • At 6:46 PM, apríl 30, 2006, Hafsteinn Daníel said…

    ég mun reyna að bæta ráð mitt. siggi, ég skal gera þetta fyrir þig. ég mun hafa myndavélina með mér næstu daga og þegar eg rekst á eina úr bransanum þá skal ég smella af nokkrum myndum fyrir þig!

     
  • At 1:19 AM, maí 01, 2006, Einar Hlö said…

    þú getur alveg eins tekið myndir af þeim í rúminu hjá þér miðað við fregnirnar sem berast manni þarna að austan..

     
  • At 11:41 AM, maí 01, 2006, Hafsteinn Daníel said…

    já hvað segiru einar, ertu búin að heyra það alla leið heim að ég sé búin að eyða aleigunni í vændiskaup og veðmál! hversu langt þarf maður að flytja til að svona lagað fréttist ekki!!

     
  • At 3:20 PM, maí 02, 2006, Boggi said…

    Þykist þú eiga einhverja aðdáendur? Öss..

    Nettur

     
  • At 7:35 PM, maí 02, 2006, Kiddi Skotalimur... said…

    loksns...annars gott að heyra frá þér kallinn minn, og veit ég fyrir víst að þegar þú kemur heim, þá verður veisla...;)

     
  • At 1:48 PM, maí 03, 2006, Hafsteinn Daníel said…

    borgþór ásgeirsson!! þykist ég hvað!

     
  • At 6:35 PM, maí 05, 2006, Einar Hlö said…

    alla leið heim ? ég er í kóngsins köben drengur ! sauður!

     
  • At 1:58 PM, maí 06, 2006, Hafsteinn Daníel said…

    ja meinti það einar minn...

     

Sendu inn athugasemd

<< Home