hello hello everyone!
það hefur verið lítið um blogg upp á síðkastið en prófin kominn á fullan skrið!
þetta hefur verið alger emotional rollercoster, það er afar stutt á milli óstjórnlegrar gleði og yfirþyrmandi sorgar og vonbrigða!
ég tók sem sagt eðlisfræðina 29. des. 8 dagar í lestur, 12-14 tímar á dag...það reyndist ekki nóg...
alveg þar til ég fékk prófið í hendurnar stóð eg staðfastur í þeirri trú að ég myndi hafa þetta, þið kannist við þetta, maður hefur þessa "tilfinningu" sem segir manni hvernig þetta muni fara. sú tilfinning hvarf hins vegar á u.þ.b 0.4 microsekundum eftir "you may begin" hljómaði og ég snéri prófinu við...o mæ god, kaldur sviti og önnur ósjálfráð hræðsluviðbrögð líkamans heltóku mig... allt það sem ég taldi engar líkur á að myndi koma á þessu prófi, allt i say, allt þarna... fucked...
ég vissi það um leið og ég setti síðasta punktinn og labbaði út að ég væri fallinn...djöfull var það ömuleg tilfinning...
því betur fer er því þannig háttað hér að við fáum niðurstöðurnar samdagurs. prófið kláraðist um 10 leitið, niðurstöðurnar átti að kynna klukkan 5...
það var ekki beint stress, meira bara vonbrigði þar sem ég vissi að ég hafði ekki haft af seinni part prófsinns. prófið skiptist sem sagt í 2 hluta, fyrri partinn þarf maður að standast 80%, ef maður nær því ekki þá er ekki litið á seinni partinn, þó maður hafi fengið 10 í honum, þá er maður bara fallinn.
það fór eins og eg vissi, eg náði fyrri helmingnum, en ekki þeim síðari...
grátlega tæpt var það, þurfti 55% til að ná...fékk 52,5...sorry Mr. Thorsteinsson..you fail, go up to the department and sign up for another test...and there you get a big "F" stample on your forehead... á göngunum voru karlmenn jafnframt sém kvenfólk grátandi, öskrandi eða bara starandi út í loftið í anginst sinni. ég var augljóslega ekki einn. prófið hafði líka verið afar ógéðis og rúmlega annar hver maður hafði fallið.
en nú kemur gleðilegi punkturinn:) ég tók sem samt prófið aftur í gær. fann ekki fyrir stressi fyrr en ég vaknaði kl 6 í gærmorgun, alveg við það að æla á mig af stressi, aldrei verið svona stressaður á minni ævi, tilhugsunnin við að falla aftur var yfirþyrmandi!
en nú höfðu lukkudísirnar og lukkutröllinn joinað mér! það var eins og eg hefði samið ritgerðarpartinn sjálfur! í þetta skiptið var ég viss um að þetta hefði gengið en það er alltaf þessi efi! niðurstöður væntarlegar kl 3... 5 tímar af naglanagi, biðin er það versta í öllu ferlinum. þannig er það að við bíðum í biðröð, förum svo inní herbergi þar sem standa 4-5 glottandi prófessorar, kvalarlostinn skín í augum þeirra þar sem þeim spyrja þig nafns og rétta þér prófið....... já!!!!! þvílík gleði!!! "pass" p-a-s-s, ótrúlegur áhrifamáttur þessara þriggja stafa! gæti ég það, hefði ég hoppað hæð mína! missti mig í gleðinni!
eðlisfræðin frá, þvílikur léttir. en haffi er ekki lengi í paradís, nú er það hitt áhugamál satans, efnafræði. 11 dagar til stefnu og alveg ljóst að það verður að keyra ansi stíft þessa daga, en ég skal ég mun og ætla.
ég er að reyna að vera eins lengi og ég mögulega get til að fresta því að opna efnafræðibókina, vaska jafnvel upp til fá korter í viðbót. en svo er það bara næsta törn, en þegar hún er búin þá er það lika bara Skyeurope til kóngsins köben og beina leið á eyjuna björtu í norðri!
hlakkar til að sjá ykkur öll!!
bæ í bili