MMS Friends

Haffafréttir

þriðjudagur, janúar 17, 2006

nú dámar mér....

efnafræðiprófið var átta í morgun.. fyrir 49 min gekk ég á vit örlaga minna...niðurstöður lágu fyrir...ég náði og það með stæl!!! er eiginlega bara búin að snúast í hringi síðan, veit eiginlega ekki hvað eg á að gera af mér! mest langar mér að skella í mig ísköldum öl en ég veit að þá myndi ég sofna á staðnum.
ég trúi ekki að þetta sé búið, önnin staðist og ég er að fara heim í nótt...ég er svo glaður að orð fá því held eg ekki líst. því ætla eg ekkert að segja meir heldur fara bara og pakka ofan í tösku :) vonast til að sjá sem allra allra flesta á næstu 2 vikum á íslandinu:) dísös ég næ engan veginn brosinu af smettinu á mér, brosið nær yfir baugana undir augunum jafnvel!
farinn að pakka!!

sjáumst!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, janúar 13, 2006

country road (iceland express)! take my "home"!!!

stórtíðindi!! vinsamlegast eftir og það vel!!

Hafsteinn Daniel Þorsteinsson mun stíga á íslenska grund samkvæmt áætlun, klukkan 22:40 að kvöldi 18. januar! allir eru velkomnir í móttökuteiti fyrir utan Leifstöð, blóm og gjafir eru vel þegnar, helst í formi reiðurféðs!!

já mikið hlakkar mér til. hvað eg verð lengi kemur til með að ráðast á árangrinum sem næst í prófinu þann 17. þannig að það er eins gott að fara bara aftur að læra, ég ætlaði bara að boða fagnaðarerindið, er eg viss um að það eru margir að missa sig í gleðinni núna! eða kannski ekki...jú pottþétt einnhver...
hlakkar til að sjá alla, ég ætla að reyna að nýta sem fæst á klakanum til að heimsækja sem allra flesta og gera sem allra mest! ekki mun ég lesa DV þó, það er nokkuð víst!
ég mun sjálfsagt skella inn einni færslu áður en að "heimför" kemur þannig að ég ætla ekki að segja "sjáumst á fimmtudaginn!" strax, segji það næst...

mánudagur, janúar 09, 2006

eru ekki allir í stuði

lífið er einfalt þessa dagana, furðulegt tímabil. þar sem maður vaknar aðeins með eitt markmið,læra. fylgja þessu vissulega kostir. maður vaknar svona 8, fær sér morgunmat, tannburstar sig, tekur sólarhæðina og vindátt. pakkar í skólatöskuna bókum og nesti, má ekki gleyma nestinu. röltir út á strætóstöð, kastar kveðju á strákgreyið sem vinnur við að selja grænmeti fyrir utan sjoppuna, alltaf hálffrosinn, strætóförin tekur ekki nema svona 6 min, nýtir maður tímann vel til að skoða og pæla soldið í fólkinu í kringum sig, ungverjar eru soldið skrítið fólk, þá hoppar maður út fyrir utan skólann, glaður í bragði, spenntur á að takast á við nýjan dag. það er um að gera að mæta sem fyrst í skólann á morgnanna svo maður geti valið sér gott sæti því í þessu sæti situr maður svo það sem eftir lifir dags:)

en það er nú samt sem áður ákveðin stemmning í þessu. hljómar kannski hálf nördanlega en það er ákveðin stemmning í loftinu. þarna eru allir eitthvernveginn á sömu bylgjulengd. fólk á eiginlega bara heima þarna núna. þegar maður þarf aðeins að taka nefið úr bókunum þá röltir maður um svæðið og spjallar við þjáningasystkyn sín. í kvöldmatnum pöntum við svo eitthvert sorafæði, Ef eg þarf eitthvern tímann að borða pízzu aftur eftir þetta prófatímabil...

svo þegar maður er gjörsamlega búin að fá yfir sig nóg af efnaformúlum og öðru slíku þá pakkar maður saman föggum sínum, kveður fólkið og heldur heimáleið, sáttur og saddur eftir afkastamikinn dag í skólanum. þegar maður kemur heim er nú nauðsynlegt að sletta aðeins úr klaufunum og gera eitthvað skemmtilegt svo maður haldi geðheilsunni. þá er gott að kikja aðeins á sjónvarpið, ekkert eins afslappandi eins og að ná í einn kaldan öl úr ískápnum og horfa á ungverska sápuóperu frá áttunda áratugnum eða ef maður vill horfa á eitthvað með ensku tali þá getur maður valið um beina útsendingar frá skíðastökki eða pílukasti. ég veit actually hver er heimsmeistari í pílukasti...sad :)

venjulega þegar því líkur þá fer maður nú aðeins í tölvuna, les fréttir af vondu veðri og sláandi fregnum úr heimi pólitíkarinnar á íslandi. heyriði, íslendingar orðnir 300.000! mikil fagnaðarlæti brutust út meðal okkar íslendinganna í skólanum í kvöld þegar við fréttum það! you know, back in iceland, life þríhöndred þásönd pípúl getur nú maður sagt stoltur við fáfróðu útlendinga sem halda enn að við búum í snjóhúsum.
nú, þegar maður hefur kastað kveðju á vini og vandamenn á msn, þá er kominn tími til að fara í náttfötin og leggjast til rekkju. hafiði séð myndina með Bill murrey þar sem hann vaknar alltaf aftur og aftur og það er alltaf sami dagurinn:) En þetta er fínt, ekki miskilja mig, en óneitanlega er manni farið að hlakka til að þetta klárist og geti hafið næstu önn eftir að hafa hlaðið batterýin á íslandi. það er eiginlega ekki fyrr en á næstu önn sem "læknisfræðin" byrjar, strax á fyrstu vikunum förum við í verklega anatomíu, gjöriði svo vel hér er lík og hér er hnífur...öss það verður nú eitthvað maður:) afar spennó.

jæja þannig er nú það, bið bara að heilsa heim á klakann, ég þakka innilega fyrir allar heillaóskirnar sem mér hefur borist að heiman, gott er að eiga góða að.

astalavista í bili...

föstudagur, janúar 06, 2006

up´s and down´s!!

hello hello everyone!

það hefur verið lítið um blogg upp á síðkastið en prófin kominn á fullan skrið!
þetta hefur verið alger emotional rollercoster, það er afar stutt á milli óstjórnlegrar gleði og yfirþyrmandi sorgar og vonbrigða!
ég tók sem sagt eðlisfræðina 29. des. 8 dagar í lestur, 12-14 tímar á dag...það reyndist ekki nóg...
alveg þar til ég fékk prófið í hendurnar stóð eg staðfastur í þeirri trú að ég myndi hafa þetta, þið kannist við þetta, maður hefur þessa "tilfinningu" sem segir manni hvernig þetta muni fara. sú tilfinning hvarf hins vegar á u.þ.b 0.4 microsekundum eftir "you may begin" hljómaði og ég snéri prófinu við...o mæ god, kaldur sviti og önnur ósjálfráð hræðsluviðbrögð líkamans heltóku mig... allt það sem ég taldi engar líkur á að myndi koma á þessu prófi, allt i say, allt þarna... fucked...
ég vissi það um leið og ég setti síðasta punktinn og labbaði út að ég væri fallinn...djöfull var það ömuleg tilfinning...
því betur fer er því þannig háttað hér að við fáum niðurstöðurnar samdagurs. prófið kláraðist um 10 leitið, niðurstöðurnar átti að kynna klukkan 5...
það var ekki beint stress, meira bara vonbrigði þar sem ég vissi að ég hafði ekki haft af seinni part prófsinns. prófið skiptist sem sagt í 2 hluta, fyrri partinn þarf maður að standast 80%, ef maður nær því ekki þá er ekki litið á seinni partinn, þó maður hafi fengið 10 í honum, þá er maður bara fallinn.
það fór eins og eg vissi, eg náði fyrri helmingnum, en ekki þeim síðari...
grátlega tæpt var það, þurfti 55% til að ná...fékk 52,5...sorry Mr. Thorsteinsson..you fail, go up to the department and sign up for another test...and there you get a big "F" stample on your forehead... á göngunum voru karlmenn jafnframt sém kvenfólk grátandi, öskrandi eða bara starandi út í loftið í anginst sinni. ég var augljóslega ekki einn. prófið hafði líka verið afar ógéðis og rúmlega annar hver maður hafði fallið.
en nú kemur gleðilegi punkturinn:) ég tók sem samt prófið aftur í gær. fann ekki fyrir stressi fyrr en ég vaknaði kl 6 í gærmorgun, alveg við það að æla á mig af stressi, aldrei verið svona stressaður á minni ævi, tilhugsunnin við að falla aftur var yfirþyrmandi!
en nú höfðu lukkudísirnar og lukkutröllinn joinað mér! það var eins og eg hefði samið ritgerðarpartinn sjálfur! í þetta skiptið var ég viss um að þetta hefði gengið en það er alltaf þessi efi! niðurstöður væntarlegar kl 3... 5 tímar af naglanagi, biðin er það versta í öllu ferlinum. þannig er það að við bíðum í biðröð, förum svo inní herbergi þar sem standa 4-5 glottandi prófessorar, kvalarlostinn skín í augum þeirra þar sem þeim spyrja þig nafns og rétta þér prófið....... já!!!!! þvílík gleði!!! "pass" p-a-s-s, ótrúlegur áhrifamáttur þessara þriggja stafa! gæti ég það, hefði ég hoppað hæð mína! missti mig í gleðinni!

eðlisfræðin frá, þvílikur léttir. en haffi er ekki lengi í paradís, nú er það hitt áhugamál satans, efnafræði. 11 dagar til stefnu og alveg ljóst að það verður að keyra ansi stíft þessa daga, en ég skal ég mun og ætla.
ég er að reyna að vera eins lengi og ég mögulega get til að fresta því að opna efnafræðibókina, vaska jafnvel upp til fá korter í viðbót. en svo er það bara næsta törn, en þegar hún er búin þá er það lika bara Skyeurope til kóngsins köben og beina leið á eyjuna björtu í norðri!
hlakkar til að sjá ykkur öll!!
bæ í bili