Send via SMS

Haffafréttir

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

flu...

öss hún byrjar ekki vel þessi önn, skólinn byrjaði á mánudaginn og ég er buin að steinliggja með eitthverja ógéðis flensu síðan á sunnudag. það eru ekki farnar að vaxa á mér stélfjaðrir þannig að tel þetta nú bara hefbundna flensu. mér er nú alveg hætt að lítast á þessa brabra-flensu, maður fer að fara að athuga með bóluefni. en það er nú annað mál.
náði að dratta mér út í morgun til að mæta í verklega anatomyu enda mætingaskyldan fullorðins, 3 fjarvistir þýða fall í áfanganum, og fall í áfanganum þýðir djúpur sk...
allt er þetta nú ennþá að komast í gang og svona þannig að ef eitthvern tímann þá er þetta nú trúlega rétti tíminn til að veikjast.
Önnin leggst bara vel í mig. síðasta önn var ansi strembin en að mér skilst, aðeins upphitun fyrir það sem koma skal. en gaman af því.

jæja best að reyna að gera eitthvað að viti, læra jafnvel...

sunnudagur, febrúar 12, 2006

back in hungary...

jæja....

tæpur mánuður frá síðustu blogg færslu, kominn tími á nýja...
nú er fríið á enda, alvara lífsinns hefst á ný á morgun. eftir að prófum lauk var rakleiðis haldið í faðm fjöldskyldu og vina heima á íslandi. tíminn heima var stuttur en alveg dásamlegur. byrjaði með látum. þegar ég steig út úr Leifstöð biðu þar mín 15 af mínum bestu vinum. snillingurinn hún systir mín hafði þá safnað saman félögunum sem áttu fría stund til að taka á móti mér í kef. þvílik snilld, ég var djúpt snortinn :)
þessi tími heima var afar fljótur að líða, allt of fljótur. ég tók nokkrar vaktir á landspítalanum annars fór tíminn í það að hitta sem allra flesta. ég brá mér vestur í búðardal á þorrablót sem var alger snilld og svo skellti ég mér til eyja, náttúrulega ekki hægt að vera á íslandi án þess að heimsækja eyjuna björtu.
best að öllu var nú að vera staddur á landinu þegar honum Gunnari Brynjólfi frænda mínum ólst sonur, þá var að sjálfsögðu haldið beinustu leið upp á útungunardeild og fékk ég að halda á peyjanum, 3 tíma gömlum. einstaklega fallegt barn, enda af afar góðum ættum...
2.feb var komin tími til að kveðja og halda á ný út til ungverjalands. afskaplega blendnar tilfinningar.
að morgni 5.feb var hins vegar haldið af stað í skíða/brettaferð til Slóveniu og komið heim síðastliðna nótt. slóvenia er alveg yndislegt land, höfuðborgin Ljublijana alveg geggjuð, mæli sterklega með henni.

þetta er síðast liðin mánuðurinn í afar stórum dráttum. nú er bara að njóta þess sem eftir er af síðasta frídeginum í þessari lotu....