MMS Friends

Haffafréttir

sunnudagur, febrúar 12, 2006

back in hungary...

jæja....

tæpur mánuður frá síðustu blogg færslu, kominn tími á nýja...
nú er fríið á enda, alvara lífsinns hefst á ný á morgun. eftir að prófum lauk var rakleiðis haldið í faðm fjöldskyldu og vina heima á íslandi. tíminn heima var stuttur en alveg dásamlegur. byrjaði með látum. þegar ég steig út úr Leifstöð biðu þar mín 15 af mínum bestu vinum. snillingurinn hún systir mín hafði þá safnað saman félögunum sem áttu fría stund til að taka á móti mér í kef. þvílik snilld, ég var djúpt snortinn :)
þessi tími heima var afar fljótur að líða, allt of fljótur. ég tók nokkrar vaktir á landspítalanum annars fór tíminn í það að hitta sem allra flesta. ég brá mér vestur í búðardal á þorrablót sem var alger snilld og svo skellti ég mér til eyja, náttúrulega ekki hægt að vera á íslandi án þess að heimsækja eyjuna björtu.
best að öllu var nú að vera staddur á landinu þegar honum Gunnari Brynjólfi frænda mínum ólst sonur, þá var að sjálfsögðu haldið beinustu leið upp á útungunardeild og fékk ég að halda á peyjanum, 3 tíma gömlum. einstaklega fallegt barn, enda af afar góðum ættum...
2.feb var komin tími til að kveðja og halda á ný út til ungverjalands. afskaplega blendnar tilfinningar.
að morgni 5.feb var hins vegar haldið af stað í skíða/brettaferð til Slóveniu og komið heim síðastliðna nótt. slóvenia er alveg yndislegt land, höfuðborgin Ljublijana alveg geggjuð, mæli sterklega með henni.

þetta er síðast liðin mánuðurinn í afar stórum dráttum. nú er bara að njóta þess sem eftir er af síðasta frídeginum í þessari lotu....

3 Comments:

  • At 8:13 PM, febrúar 12, 2006, Anonymous said…

    Vonandi var skemmtilegt að hitta alla...

     
  • At 10:33 PM, febrúar 13, 2006, Auja said…

    Tek undir með síðasta ræðumanni!

     
  • At 4:30 PM, febrúar 14, 2006, Ranna said…

    Hæhæ Haffi minn, takk fyrir innlitið á síðuna mína, búin að fylgjast með raunum þínum þarna í Ungverjalandi, geðveikt stolt af því hvað þér gengur vel, haltu áfram á sömu braut, aldrei að vita nema maður skelli sér þarna niður til þín í heimsókn þegar maður á smá penign ;o)
    Kveðjur úr baunalandi, Ranna Rós

     

Post a Comment

<< Home