Haffafréttir

miðvikudagur, október 12, 2005

treð égí hana tóbakshnoði...

AArrggg!!! Hann er harður húsbóndi tóbaksdjöfullinn! nú hefur Haffi ekki tekið í vörina í 3 daga þegar þetta er skrifað laust undir miðnætti á miðvikudagskveldi...sviti...handskjálfti...óeðlilegur hjartsláttur...óstjórnlegur pirringur og almenn vanlíðan...þetta er gjaldið sem maður þarf að borga til að endurheimta sálu sína frá tóbaksdjöflinum.
en nú er að sína úr hverju maður er gerður og komast í gegnum þetta! Falla ei í freisni! sjáum til.......
það er orðið ansi langt síðan ég setti inn línu hérna og bið ég heitustu aðdáendur mína innilega afsökunar á því.

það sem stendur tvímælalaust uppúr í síðast liðinni viku er án efa fótboltamótið á laugardaginn. á laugardaginn var haldið fótboltamót innan háskólans þessu fína íþróttasvæði hérna rétt hjá heimili vor. Ásgeir fékk þá frábæru hugmynd að bjóða öllu liðinu heim á morgni leikdags í morgunverð. afbragðs hugmynd svona til að hrista saman hópinn fyrir átök dagsinns.
keppt var í 6 manna liðum og Team Iceland skipuðu eftirfarandi snillingar:

Eggert, Ævar, Ingvar, Bjartur, Gaui (kærasti Finnu, er herna í viku heimsókn hjá sinni heittelskuðu), Róbert, Ásgeir og ég sjálfur persónulega sem slíkur.

skipt var í 2 riðla, 5-6 lið í hvorum riðli. það sem gerði þetta enn meira skemmtilegt var að um einskonar landslið var að ræða. Team iceland, norðmennirnir, israelar og sigurverar síðustu ára, íranir svo dæmi séu tekin. nú til að gera langa sögu stutta þá gerðum við íslendingarnir okkur lítið fyrir og enduðum í 3. sæti takk fyrir!!þökk sé yfirveguðum og þéttum varnarleikef frá er talinn undanúrslitaleikurinn gegn írönunum þar sem við fengum á okkur 3 mörk á fyrstu mínutunn. en um það höfum við ákveðið að kenna óhagstöðum vallaraðstæðum.

til að gera ótrúlegan áragnur okkar enn sætari þá spiluðum við við norðmennina um bronsið og unnum eftir framlengingu í vítaspyrnukeppni!

ég get í hreinskilni sagt að ég hafi aldrei verið jafnþreyttur á ævinni eins og eftir þessa 8 klst fótboltakeppni, vikan hefur eiginlega bara farið í það að jafna sig.
nú held ég að loksinns sé að hausta hérna. Það er farið að kólna all verulega, farið að nálgast núllið ansi ört svona á nóttinni.

annars hef eg ekkert meira markvert að segja í þessarri lotu.

læri læri lær
blabla...

miðvikudagur, október 05, 2005

Ansk..

Það er bara komið sumar aftur í Debrecen sýnist mér. Ferlega furðulegt. Það var orðið skítakuldi en svo er buið að vera 20 stiga hiti síðustu 2 daga. Það er greinilega ekki bara á Íslandi að veðurspár fara fjandans til.

Próf í verklegri efnafræði eftir 2 tíma. Það er ansi skítt að þurfa að mæta í þá tíma, þar sem maður tók allar þessar tilraunir í framhaldskóla. Við erum ölla að reyna að fá þetta metið. Ég hef samt lúmskan grun um að það verði e-ð vesen fyrir mig þar sem framhaldskólinn í Vestmannaeyjum virðist ekki halda skrár yfir það hvað nemendur læra þar. Það virðist ekki vera neitt mál fyrir hina íslendinganna að fá yfirlit frá skólunum sínum. Ef niðurstaðan verður sú að ég þurfi að hanga þarna og gera tilraunir í 4 klukkutíma í einu á hverjum miðvikudegi bara að því að ég gekk í FÍV......þá fer ég í fýlu. svo ég segji ekki meir.


?????? "how can deionized water be prepared with the aid of ion-exchange resins? Give the expected pH of the final product"

ef e-r getur sagt mér það á næsta klukkutímanum þá væri það vel þegið.


jæja back to the books

sunnudagur, október 02, 2005

Það er sunnudagsmorgun tralla lalla la...

Það er snemma á Sunnudagsmorgni hér í Ungverjalandi. Mér finnst ég alveg eins geta verið bara heima á Íslandi þar sem ég sest við skrifborðið og lít út um gluggann. Svona grámyglulegt og kuldalegt um að lítast. Það er greinilega að koma haust hér á landi. Þetta er alls ekki slæmt, hálf heimilislegt svona. Get nú samt ekki sagt að ég hlakki beinlínis til þess að það fari að snjóa en jæja, maður er nú búin að hafa það býsna gott.

Þetta er nú alveg nýtt fyrir mér að rífa mig á lappir kl 9 á sunnudagsmorgni:/ oj bara, og hugsa sér, það er í alvörunni til fólk sem gerir það ótilneytt.
Ég tók stór skref til bætts lifnaðar í gær, fór í ræktina og keypti mér kort. Mjög fínn staður, nýtískulegur og allt til alls. mánaðarkortið kostaði heilar 2000 ISL kr. Ég tók vel á því um stund og svei mér þá að ef ég finn ekki hvernig ég er strax mun massaðari núna í dag er en ég var í gær.
Við fórum svo út að borða í gær. Algerlega bráðnauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt inná milli þegar maður er að lesa svona allann daginn. Það var mjög fínt, fékk trúlega bestu steik sem ég hef fengið síðan ég kom. Þetta er samt leiðindar siður hjá ungverjunnum að sörvera engar sósur með mat, er ennþá að venjast því.

jæja dagsskipanin er afar einföld. Lesa skal í allan dag. Ég ætla nú samt að gerast svo djarfur að fara í búð í dag og kaupa sturtuhengi og borvél svo ég geti nú nýtt smíðakunnáttu mína til þess að skrúfa saman rúmið mitt sem virðist hanga saman á jaaa ég veit eiginlega ekki á hverju það hangir en það þarfnast alla veganna bráðaaðgerðar!

Atómin baalla á mig
Szia