Haffafréttir

mánudagur, janúar 09, 2006

eru ekki allir í stuði

lífið er einfalt þessa dagana, furðulegt tímabil. þar sem maður vaknar aðeins með eitt markmið,læra. fylgja þessu vissulega kostir. maður vaknar svona 8, fær sér morgunmat, tannburstar sig, tekur sólarhæðina og vindátt. pakkar í skólatöskuna bókum og nesti, má ekki gleyma nestinu. röltir út á strætóstöð, kastar kveðju á strákgreyið sem vinnur við að selja grænmeti fyrir utan sjoppuna, alltaf hálffrosinn, strætóförin tekur ekki nema svona 6 min, nýtir maður tímann vel til að skoða og pæla soldið í fólkinu í kringum sig, ungverjar eru soldið skrítið fólk, þá hoppar maður út fyrir utan skólann, glaður í bragði, spenntur á að takast á við nýjan dag. það er um að gera að mæta sem fyrst í skólann á morgnanna svo maður geti valið sér gott sæti því í þessu sæti situr maður svo það sem eftir lifir dags:)

en það er nú samt sem áður ákveðin stemmning í þessu. hljómar kannski hálf nördanlega en það er ákveðin stemmning í loftinu. þarna eru allir eitthvernveginn á sömu bylgjulengd. fólk á eiginlega bara heima þarna núna. þegar maður þarf aðeins að taka nefið úr bókunum þá röltir maður um svæðið og spjallar við þjáningasystkyn sín. í kvöldmatnum pöntum við svo eitthvert sorafæði, Ef eg þarf eitthvern tímann að borða pízzu aftur eftir þetta prófatímabil...

svo þegar maður er gjörsamlega búin að fá yfir sig nóg af efnaformúlum og öðru slíku þá pakkar maður saman föggum sínum, kveður fólkið og heldur heimáleið, sáttur og saddur eftir afkastamikinn dag í skólanum. þegar maður kemur heim er nú nauðsynlegt að sletta aðeins úr klaufunum og gera eitthvað skemmtilegt svo maður haldi geðheilsunni. þá er gott að kikja aðeins á sjónvarpið, ekkert eins afslappandi eins og að ná í einn kaldan öl úr ískápnum og horfa á ungverska sápuóperu frá áttunda áratugnum eða ef maður vill horfa á eitthvað með ensku tali þá getur maður valið um beina útsendingar frá skíðastökki eða pílukasti. ég veit actually hver er heimsmeistari í pílukasti...sad :)

venjulega þegar því líkur þá fer maður nú aðeins í tölvuna, les fréttir af vondu veðri og sláandi fregnum úr heimi pólitíkarinnar á íslandi. heyriði, íslendingar orðnir 300.000! mikil fagnaðarlæti brutust út meðal okkar íslendinganna í skólanum í kvöld þegar við fréttum það! you know, back in iceland, life þríhöndred þásönd pípúl getur nú maður sagt stoltur við fáfróðu útlendinga sem halda enn að við búum í snjóhúsum.
nú, þegar maður hefur kastað kveðju á vini og vandamenn á msn, þá er kominn tími til að fara í náttfötin og leggjast til rekkju. hafiði séð myndina með Bill murrey þar sem hann vaknar alltaf aftur og aftur og það er alltaf sami dagurinn:) En þetta er fínt, ekki miskilja mig, en óneitanlega er manni farið að hlakka til að þetta klárist og geti hafið næstu önn eftir að hafa hlaðið batterýin á íslandi. það er eiginlega ekki fyrr en á næstu önn sem "læknisfræðin" byrjar, strax á fyrstu vikunum förum við í verklega anatomíu, gjöriði svo vel hér er lík og hér er hnífur...öss það verður nú eitthvað maður:) afar spennó.

jæja þannig er nú það, bið bara að heilsa heim á klakann, ég þakka innilega fyrir allar heillaóskirnar sem mér hefur borist að heiman, gott er að eiga góða að.

astalavista í bili...

5 Comments:

  • At 9:47 PM, janúar 09, 2006, Strúna said…

    I´m there with you brother... "sami" dagurinn aftur og aftur og aftur...hvaða dagur er annars í dag? Hihihi...
    Kv,
    Strúna.

     
  • At 9:27 PM, janúar 11, 2006, Hrafnhildur said…

    hahaha kannast við þetta....svona klukkan 11 á laugardagskvöldi: "bíddu ha... er laugardagur....??" já allir dagar eins..... endalausir mánudagar.. þetta breytist þegar þú ´ferð í heimsókn á klakann... hahh... endalausir LAUGARDAGAR :D hlakka til að sjá þig ;)

     
  • At 1:41 AM, janúar 13, 2006, Anonymous said…

    glæsilegt!!! (á við síðustu færslu)

    haltu þig bara við bækurnar, og taktu minimalana í rassgatið, ósmurt.
    gangi ykkur öllum svo vel í prófunuml.
    kv.
    Eggert á alhvítu Íslandinu

     
  • At 9:35 PM, janúar 13, 2006, Mútter said…

    Þá er byrjað að telja niður hérna megin. Þú klárar þetta með stæl og stendur við ferðaáætlunina, ekki spurning!

     
  • At 10:38 PM, janúar 13, 2006, Gunni Binni:) said…

    Það er eins gott að þú náir þessu karlinn minn..... Ég er farinn að sakna þín maður............... Come over my face!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Tallalalalalalalal!!!!!!!!!

     

Post a Comment

<< Home