Send As SMS

Haffafréttir

þriðjudagur, desember 27, 2005

hæ hó og hamagangur á hóli

sæll veri fólkið!
vonandi áttu allir gleðileg jól og svona, nú eru sjálfsagt allir að biða bara eftir áramótunum og stuðinu sem því fylgir. jólin í ár voru afar spes er óhætt að segja. ég hef í gegnum tíðina geta notið þess að eyða afmælisdeginum mínum í afslöppun, hengt upp eina seríu eða svo á jólatréð í mesta lagi, en í ár sat ég upp í skóla frá 9 að morgni til hálf átta, þá fékk ég nóg þann daginn. við tókum þorláksmessuna snemma ég og ævar, skunduðum í stórmarkaðinn og keyptum í matinn. ekki nóg með það, í tilefni dagsinns keyptum við 2 stórgirnilegar kökur og gátum ekki beðið eftir því að fá okkur kökur í morgunmat! jaa... þær voru viðbjóður...
Að fara á lappir fyrir átta á aðfangadagsmorgni er eitthvað sem eg vona að ég þurfi alldrei aftur að upplifa. það var látið duga að læra til hádegis, enda aðfangadagur komm on! um kvöldið vorum við svo heima hjá Amín og Hörn. þetta var allt voða skrítið eitthvað, en miðað við aðstæður þá var þetta bara mjög fínt. rólegt og afslappað.
eitthvað höfum við verið annars hugar þegar við keyptum í matinn fyrir jólin. keyptum eiginlega ekki neitt, skil þetta ekki alveg. þannig að ekki var það hangikjöt, læri eða hryggur á jóladag nei, ofsoðið spagetti með tómatsósu og brauð með skinku var á matseðlinum! já þetta hafa verið afar strítin jól, eiginlega engin jól. En það er bara allt í lagi, það koma jól eftir þessi.
2 dagar í lokaprófið í eðlisfræði, smá titringur farin að segja til sín. en ég hef það nú samt á tilfinningunni að þetta fari nú allt vel.
jæja nóg um það, bið að heilsa í bili
lifið heil...

föstudagur, desember 23, 2005

Þorláksmessa...

23. Desember!!
Það þýðir fernt:

það eru 10 dagar síðan ég bloggaði síðast...

það eru 6 dagar í lokapróf í Biophysics...

það er einn dagur til jóla...

og síðast enn alls ekki síst...ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!!!

auglýsi ég her með eftir afmæliskveðjum frá vinum og vandamönnum til að hlýja mér um hjartarætur á köldum vetrardögunum sem eftir eru af þessari önn hér í ungverjalandi!

það styttist óðum í það að maður geti farið að panta sér flug á klakann, á aðeins eftir að klára þessi 2 próf, sem er aðeins formsatriði að sjálfsögðu! maður reynir að halda niðri tilhlökkuninni eftir að komast "heim" til að halda e-i einbeitingu í lestrinum , en ég verð bara að segja mikið djö..hlakkar mér til að komast heim í frí! það verður farið á subway, pantað þér dominos, notið þess að skilja það sem fólk er að segja í kringum mann, skellt sér á þorrblót, heimsækja eins marga og eg mögulega get og tjúttað eins og ég eigi lífið að leysa!
ég geri ekki ráð fyrir því að það verði mikið lært á morgun. Það verður haldið í jólaboð heima hjá Amín og Hörn,í fjarveru Harnar reyndar þar sem hún skellti sér á klakann, þar verðum við saman komin eitthver 10 stykki eða svo, borðum hangikjet og ýmiskonar gúmmilaði af íslenskum sið. Syngjum heimsumból, förum í pakkaleik og dönsum í kringum jólatréð! held ég að það verði nú gaman maður!
jæja back to reality, jólin eru á morgun, í dag verður lesið um geisla, Ultrasound, fluorescence og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég minni á það einu sinni enn að ég á afmæli í dag svo allir sem lesa þetta komist ekki hjá því að skilja nú eftir comment með afmælis og jólakveðjum!

gleðileg jól öllsömul, eigið þið yndislega jólahátíð! Og gleðilegt nýtt ár líka og sjáumst hress og kát árið 2006!!

þriðjudagur, desember 13, 2005

Siggi Hall...

Það er með ólíkindum alveg hvað Ævar erum orðnir myndalegir í eldhúsinu. vissulega erum við ennþá með eina ungverska sem kemur vikulega og þrífur upp eftir okkur draslið, enda tiltekt eingöngu ætluð kvenfólki. en við eldavelina erum við orðnir sleipir maður. í fyrradag eldaði ég kryddlegnar nautasneiðar, borið fram með frönskum kappellum, salati með fetaosti og sveppasósu! ha! nokkuð gott! og ekki nóg með það, í kvöld eldaði ævar dýrindis barbekjú legnar kjúklingabringur með bræddum osti bornar fram með piparsósu! já það er ekkert annað en greifaskapurinn á þessum bæ skal ég segja ykkur.
svo á ég mér nýtt uppáhald, hindberjabragð. hafiði smakkað eitthvað með hindberjabragði? mæli alveg sterklega með því skal ég segja ykkur!

á laugardaginn verður nú tekið sér smá frí frá lestri og brugðið sér í smá bæjarferð í tilefni jólanna, á nebblilega eftir að kaupa jólagjafirnar í ár. ekki verða þær nú margar sem er ágætt því þá get eg leyft mér að taka góðan tíma í að velja e-ð fallegt handa mínum nánustu. ævar ætlar að kaupa sér föt í jólagjöf handa sjálfum sér, mun eg vera honum til halds og trausts sem sérlegur tískuráðgjafi.
nú ætla eg að taka sjóræningjaskipið mitt og hi-men kallana mína og skella mér í bað, grænt og kalt bað að ungverskum sið.

over and out

laugardagur, desember 10, 2005

hmmm...

Hæ og hó. spennan fer stigmagnandi þessa daganna, prófin nálgast og nálgast... sem er nú langt því frá alslæmt því það þýðir að það styttist íslandsför!! ég passa mig á segja ekki að það styttist í heimsókn heim, því ég á ekkert heima á íslandi, ég á heima í Ungverjalandi. Þetta er enn að venjast en það kemur reglulega fyrir ennþá að maður titli Frónið sem "heim".

en hvað um það, ég er búin að fá út úr næstsíðasta hlutaprófinu sem við tökum á þessari önn. varð fyrir örlitlum vonbrigðum en hækkaði einkunnina samt sem áður um tæplega helming. aðeins eitt efnafræðipróf eftir og þá eru það bara lokaprófin.
það er enn allt á huldu hvenær maður kemst heim, og ég ætla bara enn sem komið er að halda mig við það að komast ekki "heim" fyrr en um miðjan jan. en vonandi verður það nu aðeins fyrr.

hmmm...hverju get ég sagt frá? það er með eindæmum lítið að frétta um þessar mundir verð eg að segja og því held eg að ég hafi þetta bara ekkert mikið lengra.
sem sagt, allt gott en eiginlega ekki neitt að frétta, er við góða heilsu og fæ nóg að borða. það er ekkert svo kalt í íbúðinni okkar og krakkarnir í skólanum eru öll voða góð við mig.
kveð í bili...

mánudagur, desember 05, 2005

jamm og jæja

Erfiður dagur á enda. klukkan að verða 23:00 og þannig séð nýkominn heim. Var að koma heim úr eðlisfræðiprófi, ekki frá því að það hafi gengið bara nokkuð vel. verður afar spennandi að sjá hvað kemur út úr því, gefur manni svona hugmynd um það hvar maður stendur og þar af leiðandi hugmynd um það hvenær maður getur sett stefnuna á að komast heim í frí.
ég ætla ekki að hafa þetta langt, ég hef trúlega alldrei verið jafn þreyttur á líkama og sál eins og ég er núna eftir síðustu 2 vikur. Dagurinn á morgun er ákveðin. ég ætla að sofa eins lengi og ég get, ég ætla ekki í tíma, ekki svo mikið sem horfa á skólabækurnar, fara í bæinn og kaupa mér jakkaföt! liggja svo með lappirnar uppí loft það sem eftir er dags, klippa á mér táneglurnar og sinna þessum beisic athöfnum sem hafa setið á hakanum síðustu vikur.
svona í lokin ætla eg að sinna kalli andra sem klukkaði mig um daginn. æi hvernig væri að fara að banna þessi klukk...Núverandi tími: 23:05

Núverandi föt: gráar boxer nærbuxur...

Núverandi Skap: púfff....

Núverandi hár: nýklipptur af snarsamkynhneigðum ungverja í bleikri blunduskyrtu...

Núverandi Pirringur: komast trúlega ekki heim fyrir áramót...

Núverandi lykt: æi þetta er búin að vera langur dagur...

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: skilja eðlisfræði...

Núverandi skartgripir: hálsmennið sem ég fékk frá kötu og mömmu min gaf mér, fylgir mér alla tíð...

Núverandi áhyggjur: tja...þær eru nú nokkrar...

Núverandi löngun: subway, dominos, kokteilsósa, almennileg fyllerý...

Núverandi ósk: djöfull væri fínt að geta lesið hugsanir maður...

Núverandi farði: blár eye-liner og dass af bleikum kinnalit í stíl við nýja pilsið mitt...

Núverandi eftirsjá: að hafa ekki haft kjarkinn til að fá mér sítt að aftan um daginn...

Núverandi vonbrigði: að hafa ekki vitað hvað "bremsstrahlung braking radiation væri í prófinu áðan, las það 10 min áður en eg fékk prófið í hendurnar...ansk...

Núverandi skemmtun: ööö...

Núverandi ást: púff...

Núverandi staður: læruherbergið mitt, í skrifborðstólnum mínum, við skrifborðið mitt...

Núverandi bók: biophysics og bioorganic chemistry...

Núverandi bíómynd: die hard 2...

Núverandi íþrótt: er orðin býsna fær í því að skrifa á ógnarhraða...

Núverandi tónlist: as we speak, Mugison...

Núverandi lag á heilanum: somewhere over the rainbow...ekki spyrja...

Núverandi blótsyrði: djöfull og kúrva...

Núverandi MSN manneskjur: Daði Death Guðjónsson og siggi björn er þarna eitthverstaðar...

Núverandi Desktop mynd: mynd, séð út um glugga þar sem æðstistrumpur, strumpa og hræðslustrumpur standa úti í snjókomu...

Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: fá mér einn bjór í viðbót og slefa svo í koddann...

Núverandi manneskja sem ég forðast: sígaunarnir á strætóstoppistöðinni...

Núverandi dót á veggnum: 3 post it miðar...

ubbs

tíminn líður vissulega hratt, en ekki svona hratt.
það er að sjálfsögðu enn 5.desember hér í ungverjalandi en ekki 5. jan. takk ingveldur mín:)

buið að laga

já!! viti menn!!

ég ætla að byrja á því að þakka honum Andra Hugo Runólfssyni, A.K.A. Andra Hugo fyrir það að laga bloggið mitt. Mér tókst á eitthvern óskiljanlegan hátt að að eyðileggja bloggið mitt, jájá þið eruð sjálfsagt að velta fyrir ykkur hvernig í ansk...mér tókst það, ég veit það ekki, veit bara að mér tókst það og ekki ekki í fyrsta og sjálfsagt ekki í það síðasta skiptið þá reddaði Andri þessu fyrir mig, takk Andri minn:)


jæja já, kominn 5. janúar! jeminn eini hvað þetta er fljótt að líða! tíminn líður hratt á gerfihnattaröld kæru vinir.
það er ár og öld síðan ég bloggaði síðast, og töluvert magn sjáar hefur runnið...æi eitthvað svoleiðis. skólinn hefur nú tekið tilferu manns heljargreipum og í raun kemst ekkert annað fyrir þessa daganna. Allt er það nú á uppleið held ég. Tók 2 mánuði að læra að vera í alvöru skóla en betra er seint en aldrei sagði spekingurinn. brátt fara að skella á blessuð prófin, ekki frá því að próftitringurinn sé ögn farinn að segja til sín.
heyrðu, svo eru víst að koma jól heyrði ég eitthverstaðar en ég hef ákveðið að taka léttan Grinch á þetta og fresta jólunum í ár þangað til ég fer heim.

Nú þeir sem hafa gaman af því að hlægja af óförum annarra ættu að hafa gaman af því sem kom fyrir mig í kvöld. Talandi um að tapa kúlinu maður. nú þannig var að ég var niðrí skóla að lesa ógéðis eðlisfræði, fann ég þá fyrir því að náttúran kallaði, sem vil ske. nú ég skundaði á wc-ið til að pissa sem aldrei fyrr, veit ég ekki fyrr en klósetthurðin opnast með látum, með þeim afleiðingum að ég fæ hana beint í hausinn! og þar stend ég hálfvankaður með stærðarinnar svöðusár á enninu!! ok kannski ekki svöðusár en það hefði sjálfssagt mátt setja eitt eða tvö spor í þetta! svona er þetta, eina stundina ertu bara geðveikt kúl á leiðinni á tólettið en svo bara BAMM...ekki svo kúl lengur!
vonandi getur einnhver hlægið af þessu!

jæja klukkan orðin allt of margt og próf í eðlisfræði á morgun, best að fara að slefa í koddann
segji bless í bili...