Haffafréttir

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Dagur 5

jæja dagur 5 dagurinn í depó.

ég verð nú að segja að óþægilega mikil nostralgía grípur um sig þegar maður situr í kennslustofunni, látin læra að segja "góðan dag, eg heiti haffi, eg er 24 ára", dönskukennsla all over again. ef það var heitt í gær... ó mæ god. við islendingarnir þurftum að hafa okkur alla við að draga andann inní óloftkældu litlu skólastofunni meðan ísraelska parið sem er i bekknum okkar var klætt 66°norður flíspeysum og kvartaði undan gegnumtrekk, i 30 stig hita.

við fórum út að borða i gær ég, Ævar, Vaka, Ásgeir og konan hans. Assgoti fínt. Þess má geta að fyrir forrétt, aðalrétt(Gordon blue), 2 bjóra og irish í eftirrétt borgaði ég 1100 ísl kr, það má nú venjast því. fór í dag og keypti mér þessa fínu Nikon stafrrænumyndavel á 14000 ísl kr og mun að öllum líkindum missa mig í myndatökum næstu daga. búin að setja upp myndalink á síðuna.

jæja má ekkert vera að þessu, djamm í kvöld. 2.árs nemarnir voru að klára prófin sín þannig að auðvitað er það borgaraleg skylda mín að gleðjast með þeim.

ég sakna ykkar allra alveg skelfilega auðvitað, þá sérstaklega Aldísar dúllunar minnar, og þín siggi minn;)

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Fyrstu fréttir

Jæja elsku vinir og vandamenn þá maður loksinns kominn i samband við umheiminn, internet tengingin langþráða kominn í hús.

Kallinn er sem sagt kominn til Debrecen, búin að taka upp úr töskunum og koma sér vel fyrir á heimavistinni. það verður ekki annað sagt en vel fari um okkur hérna, 27 stiga hiti og mjöðurinn á 20-30 krónur.
Þetta var nú dágott ferðalag:) og á ymsu gekk:)

ferðalagið hófst i Leifstöð a föstudagsmorguninn. Ég, Ævar, Hrafnhildur, Kristrún. Finna og Vaka, allir drulluþreyttir eftir afar svefnlitla nótt en þess meira spennt að leggja af stað í ævintýrið. Og ævintýri hefur þetta verið:) ég og Ævar sem er tilvonandi sambýlismaður minn og nýji besti vinur minn gerðum okkur að athlægi meðal hópsinns, reyndumst vera samanlagt með 40 kg í yfirvigt meðan stelpurnar 4 voru með 7 kg...

þegar stigið var á breska grund fórum við rakleiðis i innritunina til að tjekka okkur inn i flugið til búdapest svo 3 tíma biðin eftir fluginu gæti nýtt i e-ð skemmtileg. allt gekk að óskum þar til röðin var komin af Haffa litla að tjekka sig inn...i´m sorry sör, according to the computer you dont have a registration for this fight! Hvað! Ég sá það fyrir mér að vera einn fastur i London, vitandi akkurat ekki neitt i minn haus!

Þar sem eg stóð í panickasti var vísað á að tala við gamlu konuna sem sá um að selja farmiða, hún var nú fljót að átta sig á því sem var í gangi, stúlkukindin sem áður hafði vísað mér frá með orðunum ; sorrí sör, hafði ekki áttað sig á því að bókstafurinn Þ (þorsteinsson) er ekki til i enska stafrófinu og vitanlega eki fundið bókunina mína. IDIOT!.

jæja eftir að hafa keypt sér ungverskavasaorðabók, kaffibolla og samloku var haldið uppí vel og flugið tekið til Budapest. Þar lentum við svo 3 tímum síðar. með það í huga að vændi er afar blómstrandi atvinnugrein ú Budapest, sáum við allnokkrar dömur sem okkur þótti afar liklegar til að draga björg í bú með þeim hætti. þetta þótti okkur auðvitað afar sárt að horfa uppá.
þarna vorum við, ekkert vissum við nema að við þyrftum engar áhyggjur að hafa, við yrðum sótt og keyrð til Debrecen þar sem skólinn er. neinei við biðum i 3 tíma þar til loksinns mættu a svæðið ungverskir leigubílstjórar sem ekki töluðu staf í ensku.

jæja við lögðum loks af stað, 3 tíma keyrsla fram undan.
Ekki veit eg hver er samgönguráðherra í ungverjalandi en viðkomandi fær ekki verðlaun fyrir vel unnin störf! við þekkjum holótta vegi heima á íslandi, þarf nú nokkuð til að okkur bregði.
vegirnir hér eru ekki holóttir. hér vantar heilu stikkinn i vegina! stykki á stærð við sundlaugar! án gríns! malbikaða vegi!og það besta, engar merkingar "varúð, vantar veg", þannig að hér er það augljóslega þannig að þú þarft að hafa keyrt vegina 1000 sinnum eða vera skyggn.
nú jæja, bílstjórinn hafði annað hvort og lifandi komumst við á leiðarenda.
við erum á heimavistinni, þetta er eins og fínasta hótel og ekki undan neinu að kvarta. allra þjóða kvikindi og því um fleirri skorkvikindi, það er trúlega það eina sem ég á bágt með að venjast.
dagar okkar hingað til hafa aðalega farið í verslunarleiðangra, bjórdrykkju( bjórinn á 20-30kr) og geðisblöndun. skoðunarferð i aðalbyggingu háskólans varð reyndar að fresta vegna sprengjuhótunar en það er víst algeng aðferð ungverskra nema til að fá prófum fresta um einn dag. hræddur um að það yrði nú hlegið af manni ef maður reyndi það heima.

jæja best að fara að leggja sig, ungverskukennsla i fyrramálið.
ég ætla að vera ferlega duglegur að leyfa ykkur að fylgjast með heimsyfirtökum Dr. Haffa og þið sem eigið frekar atburðasnautt líf( þar á eg hels við sigga, daða, gunnar már og helga) getið því lifað að vild i gegnum mig.

Heyrumst!