Haffafréttir

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Back in Young-protection-country

jæja....

Þá er alvara lífsinns tekin við að nýju...

frá síðustu bloggfærslu hefur nú ýmislegt gerst. Ég tók próf sem gek bara vel...ég fór heim þann 19.júní. mikið var nú gott að komast "heim" í smá "frí". það var farið beinustu leið í vinnu. ég var akkurat ekkert að nenna að vinna í allt sumar enda vottur af þreytu eftir erfiða skólaönn. En þar sem ég hef ekki ennþá unnið í lottó eða fundið falin fjarsjóð þá var nú víst ekki um annað að ræða.

Hitt og þetta var bardússað meðan á íslandsdvölinni stóð þó ég hefði nu viljað gera meira. það var skellt sér á goslokahátíð("graslaukahátíð"), farin ein ferð í búðardal og spilaður fótbolti, farið á þingvelli að veiða, farið í útileigu og svona hitt og þetta. Svo ákvað ég það með viku fyrirvara að skella mér á þjóðhátíð. hafði ætlað mér að sleppa hátíðinni í ár vegna fjárskorts en sá nú að mér og skellti mér.

Ég sá ekki eftir því. ein sú besta myndi ég segja. ákvað sökum aldurs að breyta aðeins til í ár. passa mig á því að borða allaveganna 2svar á dag, sofa allaveganna 7 tíma og ekki taka capteinin með mér í rúmið þegar komið er úr dalnum. þetta svínvirkaði. hélt heilsu frá miðvikudegi þangað til á sunnudaginn. fór heim, gjörsamlega búin á öllum klukkan ellefu á sunnudagskvöldið! ég veit, hrikalegt en ég var alveg sáttur við það, sjaldan skemmt mér jafn vel. vaknaði reyndar sköllóttur eitthvern tímann yfir helgina, hef ákveðið að kenna sigga birni um það.
frábært að hitta alla vinina á ný. ekki laust við að menn séu að eldast eitthvað eins og lög gera ráð fyrir en þegar þessi vinahópur kemur saman þá er alltaf sami blússandi hressleikinn í gangi !! ég þakka öllum strákunum fyrir frábæra þjóðhátíð!!!!!

Á sunnudaginn síðast var svo kominn tími til að kveðja á ný og halda aftur heim til lands ungverja. Ég hélt nú reyndar að mín síðasta stund væri runninn upp í flugvélinni. yfir búdapest lentum við í þvílíku þrumuveðri og törbulans eftir því!! Hrafnhildur reyndi að halda því fram að þetta væri eins og að vera í rússíbana en það fannst mér ekki. mér var ekki skemmt... komumst svo reyndar að því þegar við vorum lent að fólk hafi actially dáið í búdapest vegna veðursinns.
en á leiðarenda komumst við nú fyrir rest.

nú er vika í erfðafræði próf og minns a fullu að leita sér að íbúð. buin að skoða nokkrar, óttalega holur hingað til en það hlýtur að detta eitthvað inn fljótlega.
jæja læt þetta duga í bili. þakka öllum fyrir sumarið!!!!

miðvikudagur, maí 03, 2006

I got no legs...



Tvær færslur í sömu vikunni!! ha! ekki slæmt!!

Frumulíffræðipróf í kvöld, ætti nú að vera að læra. en bara hreinlega nenni því ekki. Hann bongó Bjössi commentaði hjá mér um daginn og bað um myndir af ungverskum portkonum, ég hef því miður ekki komið því í verk ennþá að smella mynd af einni slíkri en ég birti þess í stað að þessu sinni fyrir hann, mynd af ungverskum útigangsmanni sem hékk fyrir utan skemmtistað hér í borg um daginn. áttu við góðar samræður á "ungslensku" um tilgang lífsinns. en ég mun koma með mynd af einni ungverskri innan skamms fyrir sigga og fylgist því með.

jæja farinn að læra

out...

farinn að læra.

laugardagur, apríl 29, 2006

yndislegt

ég er með blogg já alveg rétt. ég er glataður bloggari, það verður að segjast alveg eins og er. Ég blóta þeim einstaklingum á bloggrúntinum mínum sem nenna alldrei að blogga, blogga á 2-3 vikna fresti. i´m one of them augljóslega. fjandinn hafi þig Hafsteinn!! lati auli!!

Ég hef alltaf verið þannig að þegar það er vont veður, dimmt og blautt eins vill vera löngum tímum á hinu yndislega íslandi, þá sest það svo um munar á skap mitt. eitt af því afar fáa sem Ungverjaland hefur fram yfir ísland er veðrið. þvílíkt yndi. hér er 20-25 stiga hiti þessa daganna og það á bara eftir að verða heitara. ég fagna því uppundir svona 27 stig, en þá er helv hætt við því að ég verði að fjárfesta mér í súrefniskút og svona "strap on" ennis-viftu svo ég lifi af.

Sumarið er svo yndislegt. Fuglarnir vekja mann fyrir allar aldir með söng sínum... eða blessuð börnin sem njóta þess að væla úti í góða veðrinu...allar pöddurnar sem lifna við í sólarsælunni með það eitt að markmiði að bíta mig...vændiskonurnar geta loksinns staðið úti á kvöldin og borið björg í bú...heimilislausu rónarnir skjálfa ekki lengur á bekkjunum...maður er alltaf sveittur á rassinum...ójá sumarið er svo sannalega yndislegt

við krakkarnir höfum komið núna tvisvar saman í hljómskálagarðinum ( hungarian version) og grillað og haft það gott. sátum saman í sólinni og borðuðum grillmat. strákarnir sáum um eldamennskuna meðan stelpurnar skiptust á sögum um atburði liðinna daga, sumir voru í frissbí og aðrir léku sér í fótbolta, hundarnir hlupu um í gleði sinni. hamingjan allsráðandi. ekkert klisjukennt er það? :)

Annars er nú ekki mikið frá sögu færandi. ég vill nú ekki angra neinn með að tala of mikið um skólann...
en...
það er nóg að gera, ójá flenninóg. próf á próf ofan. það hefur gengið bara nokkuð vel uppá síðkastið. styttist í próf og svona, hefjast í lok maí. þannig verður það þangað til maður kemst "heim", það er ekkert annað en að kýla bara á það, drekkja sér í bókunum og komast alsæll heim. hvenær það verður er vandi um að spá enn sem komið er, stefni allavega á að vera mættur á goslokahátíð á eyjunni björtu.

vonandi eru allir hressir heima á fróni og bið ég að heilsa í bili. reyni að láta ekki aðdáendur mína bíða jafnlengi eftir næstu færslu, veit að margir bíða í ofvæni eftir fréttum, mér voru farinn að berast hótunarbréf vegna skorts á fregnum, reyni að láta þetta ekki gerast aftur. fyrirgefðu mér siggi björn...

sunnudagur, apríl 02, 2006

þeir eru gulir og svartir og suða og vinna fyrir þann stóra á neðri hæðinni!!

Skuggalega er maður latur að blogga. ég bara hef enga skýringu á þessu blogg-andleysi? náttúrulega gjörsamlega óviðunandi!!

muhaha þið sem búið á íslandi! hér er komið vor! ójá, 16-17 stiga hiti síðustu daga, rjómablíða og á bara eftir að batna. verður komið uppí 25 innan skamms. en það er nú ekki eintóm hamingja vorið. þeir eru komnir á kreik!! nyvaknaðir, svangir and out to kill me!! já, helv...geitungarnir eru mættir. er ég í alvörunni að pæla í að fara á námskeið eða eitthvað til að losna við þessa fóbíu mína! ég var að rölta heim til mín í dag, og sá eg að ég mæti gamalli konu. hún var alveg svakalega gömul, örugglega svona hundrað og ellefu ára og þar sem eg held að ungverjar borði aldrei fisk þá leit hun jafnvel út fyrir að vera tvöhundruð og ellefu, hún rétt komst úr sporunum í göngugrindinni sinni. í þann mund þar sem ég gekk fram hjá henni flaug geitungur á andlitið á mér!!BAMM beint milli augnana! ég stökk uppí loftið, veifaði út öllum útlimum í geðshræringu minni! þegar ég er buin að jafna mig og fullvissa mig um það að geitfuglinn sé á brott er mér litið á gömlu konuna. þá hefur hun numið staðar og hallað sér svona framá göngugrindinna. eg helt kannski að hun væri að hrökkva upp af en neinei þá lá hún bara í hláturskrampa sú gamla, hætti bara ekkert að hlægja! ef hláturinn lengir lífið þá hefur hún sjálfsagt grætt auka tvö ár á þessum tilburðum mínum í baráttunni við geitunginn. mér leið nú frekar aulalega... ég verð að komast yfir þetta, í alvörunni...

annars er afar lítið í fréttum svona. rugl að gera í skólanum, gengur samt bara nokkuð vel þessa daganna. Kata systir kemur eftir nokkra daga með páskaegg og annað gúmmilaði handa stóra bróðir. hef eg sterkan grun um að það verði nu eitthvað kíkt út á lífið með systu og svo rennum við sjálfsagt í höfuðborgina í verslunarleiðangur.

jæja próf á morgun og allt að verða vitlaust. bið að heilsa heim í kuldann. ef ykkur verður of kalt þá getiði alltaf kveikt í sinu?

miðvikudagur, mars 15, 2006

jájá ég er lifandi...

Þegar vinirnir heima á Íslandi eru farnir að hringja í mig til þess eins til að tjékka á því hvort ég sé ekki lifandi finn ég mig óneitanlega knúinn til þess að henda inn einni bloggfærslu. Afhverju ég hef ekki bloggað í afar langan tíman veit eg ekki, fá ekki allir svona "bloggleiða"? svona tímabil sem maður nennir bara enganveginn að blogga?

jæja nóg um það. í dag er 16. mars. 1/3 buin af önninni. tíminn flygur svo hrikalega hratt að maður er varla búin að snúa sér við og þá er kominn nýr dagur.

Það er yfirnáttúrulega mikið að gera í náminu þessa daganna. ég sem hélt að læknisfræði væri bara tjill, kjáninn ég. í dag er frídagur í Ungverjalandi. Eitthver "pyntingadagur! eða eitthvað, hverjum er ekki sama, en þetta er eini frídagurinn á önninni, ekkert páskafrí eða slíkt og maður er vaknaður fyrir allar aldir til að lesa undir anatomyuprófið sem er á föstudaginn. fyrsta alvöru munnlega prófið sem við förum í herna, óneitanlega nettur skjálfti í fólki þar sem maður getur kunnað allt afturábak og áfram en samt fengið núll ef kennarinn hefur ekki fengið ásta notið lengi eða finnst þú bara ljótur. soldið spes.

ég vill fara að fá vorið hérna. þá er venjulega komið á þessum tíma en það hefur bara skítkalt. vindurinn fór uppí 13 m/sek í fyrradag og ég veit ekki hvert ungverjar ætluðu. Ragnarök! æptu þeir. iss augljóslega alldrei komið á þjóðhátíð þessir ræflar.

jiii það styttist í þjóðhátíð....ætli verði búið að opna Nauthálsvíkina hans bogga í Klettsvíkinni fyrir næstu þjóðhátíð?

Það er allt útlit fyrir það að eg fái páskaegg í ár. Kata systir er buin að panta sér flug til stóra bróðir yfir páskafríið. ætlar að vera hjá mér í viku. það verður auðvitað yndislegt að fá mína ástkæru litlu systir í heimsókn.

ítreka eg það fyrir vinum og vandamönnum heima fyrir að hér er alltaf opið hús. Allir VKB meðlimirnir gætu fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Kaffihús handa Gunnari Má...
lausgirtar Ungverskar meyjar handa Daða..
einstæðar mæður með fimmhundruð kall í mánaðarlaun og ýmis vandamál handa Laua...
Ódyrar bílasölur handa sigga...
og auðvitað gríðalegt úrval af þeldökkum vændiskonum handa Birki Atlasyni...
bara svo dæmi séu tekin

jæja má ekki vera að þessu. farinn að lesa...

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

flu...

öss hún byrjar ekki vel þessi önn, skólinn byrjaði á mánudaginn og ég er buin að steinliggja með eitthverja ógéðis flensu síðan á sunnudag. það eru ekki farnar að vaxa á mér stélfjaðrir þannig að tel þetta nú bara hefbundna flensu. mér er nú alveg hætt að lítast á þessa brabra-flensu, maður fer að fara að athuga með bóluefni. en það er nú annað mál.
náði að dratta mér út í morgun til að mæta í verklega anatomyu enda mætingaskyldan fullorðins, 3 fjarvistir þýða fall í áfanganum, og fall í áfanganum þýðir djúpur sk...
allt er þetta nú ennþá að komast í gang og svona þannig að ef eitthvern tímann þá er þetta nú trúlega rétti tíminn til að veikjast.
Önnin leggst bara vel í mig. síðasta önn var ansi strembin en að mér skilst, aðeins upphitun fyrir það sem koma skal. en gaman af því.

jæja best að reyna að gera eitthvað að viti, læra jafnvel...

sunnudagur, febrúar 12, 2006

back in hungary...

jæja....

tæpur mánuður frá síðustu blogg færslu, kominn tími á nýja...
nú er fríið á enda, alvara lífsinns hefst á ný á morgun. eftir að prófum lauk var rakleiðis haldið í faðm fjöldskyldu og vina heima á íslandi. tíminn heima var stuttur en alveg dásamlegur. byrjaði með látum. þegar ég steig út úr Leifstöð biðu þar mín 15 af mínum bestu vinum. snillingurinn hún systir mín hafði þá safnað saman félögunum sem áttu fría stund til að taka á móti mér í kef. þvílik snilld, ég var djúpt snortinn :)
þessi tími heima var afar fljótur að líða, allt of fljótur. ég tók nokkrar vaktir á landspítalanum annars fór tíminn í það að hitta sem allra flesta. ég brá mér vestur í búðardal á þorrablót sem var alger snilld og svo skellti ég mér til eyja, náttúrulega ekki hægt að vera á íslandi án þess að heimsækja eyjuna björtu.
best að öllu var nú að vera staddur á landinu þegar honum Gunnari Brynjólfi frænda mínum ólst sonur, þá var að sjálfsögðu haldið beinustu leið upp á útungunardeild og fékk ég að halda á peyjanum, 3 tíma gömlum. einstaklega fallegt barn, enda af afar góðum ættum...
2.feb var komin tími til að kveðja og halda á ný út til ungverjalands. afskaplega blendnar tilfinningar.
að morgni 5.feb var hins vegar haldið af stað í skíða/brettaferð til Slóveniu og komið heim síðastliðna nótt. slóvenia er alveg yndislegt land, höfuðborgin Ljublijana alveg geggjuð, mæli sterklega með henni.

þetta er síðast liðin mánuðurinn í afar stórum dráttum. nú er bara að njóta þess sem eftir er af síðasta frídeginum í þessari lotu....