officially a læknanemi now
Hæ hó og jibbí jei !!!!!!!!!!!!!!
Það ríkir gríðarleg gleði þessa stundina á Bartha Boldizár götu 11! við erum búnir að vera að berjast við það núna síðan við fluttum inn að fá internettenginguna í lag. þeir tengdu aðeins aðra tölvunna í upphafi, Ævars tölvu auðvitað. Svo kom hérna "tölvukarl" áðan. ægilega virðulegur með skjalatösku og fínt fínt. eftir að hafa horft á tölvurnar í svona 13 mín sagði hann "i dont´t know, i call tomorrow" og fór. já...flott...frábært. En það hefur margsannað sig að þrautsegja eða þrjóska öðru nafni getur margborgað sig! þá á ég auðvitað ekki um sjálfan mig þar sem ég er óþolinmóðasti maður í heimi. Ævar hins vegar er það ekki. hann sat og sat og sat og fiktaði og fiktaði. Allt í einu þar sem ég lá í rúminu mínu og las tölfræði hrekk ég upp við þessi ægilegu öskur! ég fer fram og sé þar sem Ævar stígur þennan ógurlega stríðsdans á stofugólfinu og kallar "hver er bestur? hver er bestur?" Viti menn, honum tókst e-n vegin að fikta sig að takmarkinu, við erum nú nettengdir í báðar tölvur. sem er mjög gott!
Annars er nóg að gera. skólinn alveg á miljón. X-rays, gamma, beta, delta radiation... mólstyrkur, solutions, acid-base chemical reaction, equilibrium constant...jáhá hljómar spennandi er það ekki :) það styttist nú í að fyrstu prófin fara að líta daginns ljós og þannig að það er eins gott að vera á tánum.
ÖSss það var nú samt tekin pása úr bókunum síðustu helgi! Öss!! ár hvert eru skandinaversku 1.árs nemarnir busaðir af samlanda kollegum sínum. E-r þreyta var í mannskapnum á laugardagin og vorum við virkilega að pæla í að sleppa þessu fylleríis rugli. En ÞVÍ BETUR FER hófum við okkur af stað og skelltum okkur! þvílik skemmtun! hópnum var skipt niður í 6 manna hópa, hópnum blandað þannig að maður var með í liði e-ð svíum og norðmönnum sem maður þekkti ekki baun. svo var farið í eins konar ratleik þar sem hópurinn þurfti að leysa ýmissar þrautir á hverri stöð og fékk fyrir þær stig. ýmislegt gat maður gert til að fá aukastig, þess má geta að á mig vantar hálfa vinstri augabrúnina...hóst.
til að gera stutta sögu stutta þá var þetta alveg obboðslega gaman og allir skemmtu sér konunglega og þetta var akkurat til að hrista saman hópinn, merkilegt hvaða áhrif
rett magn af áfengi hefur á félagshegðun fólks.
við erum þá opinberlega samþykktir læknanemar við háskólann í Debrecen.
þessi vika hefur verið bara lærdómur út í gegn, maður hefur ekki haft tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að læra. við ævar gáfum okkur þó tíma og fórum í smá verslunarleiðangur. eins og ástfangið par keyrðum við innkaupakerruna um verslunarmiðstöðina og keyptum dót í íbúðina okkar. hnífaparasett, diskasett, kaffivel, rauðvíns- og kristalglös og ýmislegt fleirra í búið.
Nú við erum nú ekki alveg einir í paradís, hún Finna litla býr hjá okkur þessa stundina meðan hún leitar sér að íbúð og viti menn, hún fann loksinns íbúð í dag, eftir mikla leit. ég er ekki frá því að það verði svolítill missir af henni, við ævar þurfum þá að fara að læra á uppþvottabursta, það hljóta að fylgja leiðbeiningar.
nú jæja, ég segi þetta þá nóg í bili.
kveð í bili frá landinu þar sem allir eru með yfirvaraskegg(konur og menn) og þar sem allir kveðja með orðinu "halló" (ótrúlega heimskulegt).
over and out
Það ríkir gríðarleg gleði þessa stundina á Bartha Boldizár götu 11! við erum búnir að vera að berjast við það núna síðan við fluttum inn að fá internettenginguna í lag. þeir tengdu aðeins aðra tölvunna í upphafi, Ævars tölvu auðvitað. Svo kom hérna "tölvukarl" áðan. ægilega virðulegur með skjalatösku og fínt fínt. eftir að hafa horft á tölvurnar í svona 13 mín sagði hann "i dont´t know, i call tomorrow" og fór. já...flott...frábært. En það hefur margsannað sig að þrautsegja eða þrjóska öðru nafni getur margborgað sig! þá á ég auðvitað ekki um sjálfan mig þar sem ég er óþolinmóðasti maður í heimi. Ævar hins vegar er það ekki. hann sat og sat og sat og fiktaði og fiktaði. Allt í einu þar sem ég lá í rúminu mínu og las tölfræði hrekk ég upp við þessi ægilegu öskur! ég fer fram og sé þar sem Ævar stígur þennan ógurlega stríðsdans á stofugólfinu og kallar "hver er bestur? hver er bestur?" Viti menn, honum tókst e-n vegin að fikta sig að takmarkinu, við erum nú nettengdir í báðar tölvur. sem er mjög gott!
Annars er nóg að gera. skólinn alveg á miljón. X-rays, gamma, beta, delta radiation... mólstyrkur, solutions, acid-base chemical reaction, equilibrium constant...jáhá hljómar spennandi er það ekki :) það styttist nú í að fyrstu prófin fara að líta daginns ljós og þannig að það er eins gott að vera á tánum.
ÖSss það var nú samt tekin pása úr bókunum síðustu helgi! Öss!! ár hvert eru skandinaversku 1.árs nemarnir busaðir af samlanda kollegum sínum. E-r þreyta var í mannskapnum á laugardagin og vorum við virkilega að pæla í að sleppa þessu fylleríis rugli. En ÞVÍ BETUR FER hófum við okkur af stað og skelltum okkur! þvílik skemmtun! hópnum var skipt niður í 6 manna hópa, hópnum blandað þannig að maður var með í liði e-ð svíum og norðmönnum sem maður þekkti ekki baun. svo var farið í eins konar ratleik þar sem hópurinn þurfti að leysa ýmissar þrautir á hverri stöð og fékk fyrir þær stig. ýmislegt gat maður gert til að fá aukastig, þess má geta að á mig vantar hálfa vinstri augabrúnina...hóst.
til að gera stutta sögu stutta þá var þetta alveg obboðslega gaman og allir skemmtu sér konunglega og þetta var akkurat til að hrista saman hópinn, merkilegt hvaða áhrif
rett magn af áfengi hefur á félagshegðun fólks.
við erum þá opinberlega samþykktir læknanemar við háskólann í Debrecen.
þessi vika hefur verið bara lærdómur út í gegn, maður hefur ekki haft tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að læra. við ævar gáfum okkur þó tíma og fórum í smá verslunarleiðangur. eins og ástfangið par keyrðum við innkaupakerruna um verslunarmiðstöðina og keyptum dót í íbúðina okkar. hnífaparasett, diskasett, kaffivel, rauðvíns- og kristalglös og ýmislegt fleirra í búið.
Nú við erum nú ekki alveg einir í paradís, hún Finna litla býr hjá okkur þessa stundina meðan hún leitar sér að íbúð og viti menn, hún fann loksinns íbúð í dag, eftir mikla leit. ég er ekki frá því að það verði svolítill missir af henni, við ævar þurfum þá að fara að læra á uppþvottabursta, það hljóta að fylgja leiðbeiningar.
nú jæja, ég segi þetta þá nóg í bili.
kveð í bili frá landinu þar sem allir eru með yfirvaraskegg(konur og menn) og þar sem allir kveðja með orðinu "halló" (ótrúlega heimskulegt).
over and out