Haffafréttir

fimmtudagur, september 29, 2005

officially a læknanemi now

Hæ hó og jibbí jei !!!!!!!!!!!!!!

Það ríkir gríðarleg gleði þessa stundina á Bartha Boldizár götu 11! við erum búnir að vera að berjast við það núna síðan við fluttum inn að fá internettenginguna í lag. þeir tengdu aðeins aðra tölvunna í upphafi, Ævars tölvu auðvitað. Svo kom hérna "tölvukarl" áðan. ægilega virðulegur með skjalatösku og fínt fínt. eftir að hafa horft á tölvurnar í svona 13 mín sagði hann "i dont´t know, i call tomorrow" og fór. já...flott...frábært. En það hefur margsannað sig að þrautsegja eða þrjóska öðru nafni getur margborgað sig! þá á ég auðvitað ekki um sjálfan mig þar sem ég er óþolinmóðasti maður í heimi. Ævar hins vegar er það ekki. hann sat og sat og sat og fiktaði og fiktaði. Allt í einu þar sem ég lá í rúminu mínu og las tölfræði hrekk ég upp við þessi ægilegu öskur! ég fer fram og sé þar sem Ævar stígur þennan ógurlega stríðsdans á stofugólfinu og kallar "hver er bestur? hver er bestur?" Viti menn, honum tókst e-n vegin að fikta sig að takmarkinu, við erum nú nettengdir í báðar tölvur. sem er mjög gott!


Annars er nóg að gera. skólinn alveg á miljón. X-rays, gamma, beta, delta radiation... mólstyrkur, solutions, acid-base chemical reaction, equilibrium constant...jáhá hljómar spennandi er það ekki :) það styttist nú í að fyrstu prófin fara að líta daginns ljós og þannig að það er eins gott að vera á tánum.


ÖSss það var nú samt tekin pása úr bókunum síðustu helgi! Öss!! ár hvert eru skandinaversku 1.árs nemarnir busaðir af samlanda kollegum sínum. E-r þreyta var í mannskapnum á laugardagin og vorum við virkilega að pæla í að sleppa þessu fylleríis rugli. En ÞVÍ BETUR FER hófum við okkur af stað og skelltum okkur! þvílik skemmtun! hópnum var skipt niður í 6 manna hópa, hópnum blandað þannig að maður var með í liði e-ð svíum og norðmönnum sem maður þekkti ekki baun. svo var farið í eins konar ratleik þar sem hópurinn þurfti að leysa ýmissar þrautir á hverri stöð og fékk fyrir þær stig. ýmislegt gat maður gert til að fá aukastig, þess má geta að á mig vantar hálfa vinstri augabrúnina...hóst.
til að gera stutta sögu stutta þá var þetta alveg obboðslega gaman og allir skemmtu sér konunglega og þetta var akkurat til að hrista saman hópinn, merkilegt hvaða áhrif
rett magn af áfengi hefur á félagshegðun fólks.

við erum þá opinberlega samþykktir læknanemar við háskólann í Debrecen.


þessi vika hefur verið bara lærdómur út í gegn, maður hefur ekki haft tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að læra. við ævar gáfum okkur þó tíma og fórum í smá verslunarleiðangur. eins og ástfangið par keyrðum við innkaupakerruna um verslunarmiðstöðina og keyptum dót í íbúðina okkar. hnífaparasett, diskasett, kaffivel, rauðvíns- og kristalglös og ýmislegt fleirra í búið.
Nú við erum nú ekki alveg einir í paradís, hún Finna litla býr hjá okkur þessa stundina meðan hún leitar sér að íbúð og viti menn, hún fann loksinns íbúð í dag, eftir mikla leit. ég er ekki frá því að það verði svolítill missir af henni, við ævar þurfum þá að fara að læra á uppþvottabursta, það hljóta að fylgja leiðbeiningar.

nú jæja, ég segi þetta þá nóg í bili.
kveð í bili frá landinu þar sem allir eru með yfirvaraskegg(konur og menn) og þar sem allir kveðja með orðinu "halló" (ótrúlega heimskulegt).

over and out

fimmtudagur, september 22, 2005

Í skólanum er gaman, þar leika allir saman !!

Ef e-r hefur verið farinn að efast, þá er ég lifandi já. þvílíkt og annað eins, það er buið að vera svo sjúklega mikið að gera síðustu daga að orð fá því ekki líst. skólinn er sem sagt kominn á blússandi ferð og allt að vera vitlaust. nú situr maður frá morgni til kvöld yfir mólreikningi, atómum og mólekular structurum. ég sagði það nú e-n tímann að það hlyti að hafa verið kölski sjálfur sem fann upp eðlisfræðina, en vitiði, ég hreinlega veit ekki hvort einu sinni hann hafi verið fær um að skapa annan eins óbjóð. Ég segji svona, ég get nú trúlega kennt mér sjálfum um að hafa ekki verið duglegri að fylgjast með og hlusta betur á góðvin minn Óla Tý á gullaldarárunum í FÍV. En allt skal þetta nú hafast með smá dugnaði.
nóg um það.
Við Ævar erum fluttir í nýju íbúðina og erum svona að koma okkur fyrir smám saman. Heldur er þetta nú tómlegt hjá okkur ennþá, eldhúsborð og stólar, 2 skrifborð og rúm. Sjónvarp, rosalega ljót hillusamstaða í stofunnni og nokkrir brotnir matardiskar, þetta er búslóðin okkar í dag :) en það stendur nú allt til bóta svona þegar tími gefst til þess að versla. Internettengingin kom loks í gær þannig að þetta fer nú að verða boðlegt.
jú, ég má nú ekki gleyma því fyrsta sem við Ævar keyptum í búið, ruslafata og þvottakarfa í baðherbergið! hvoru tveggja blátt! já það er ekki hægt að segja að strákar hafi ekki auga fyrir stíl! Heyrðu meðan ég man eftir því , Helgi´Ólafsson forseti lýðveldisinns klukkaði mig um daginn. Hér eru því 5 tilgangslausar staðreyndir um mig:

# ég gekk í 6 grunnskóla á níu árum...
# ég datt fyrst í það 16 ára gamall með hot´n sweet og ældi á mig...
# ég æfði einu sinni á harmonikku, þótti afar efnilegur...
# ég safnaði skotti, var með krullur og risastór gleraugu, var mikið strítt í æsku og alltaf látin vera í marki í fótbolta svo hægt væri að skjóta af mér gleraugun..
"ég bý á Bartha Boldizár utca 11, á móti gamalli konu sem safnar rusli í garðinum og ræktar vínber...

öss..þvílik opinberun.

jamm og jæja ég ætlaði bara svona rétt að láta vita af mér.
Hef þetta ekki lengra í bili...

sunnudagur, september 11, 2005

Budapest skoðuð

Helgin liðin og skóli á morgun!!

um leið og við kláruðum ungverskuprófið á föstudaginn var brunað heim, skipt um föt og pakkað niður og haldið út á brautarstöð. Engu mátti muna að Ásgeir, Guðrún og Kolbeinn misstu af lestinni. Ásgeir setti óopinbert heimsmet í 200 m hlaupi með barnavagn, 4,3 sek. Rétt náði!

Tæpum 3 tímum seinna vorum við komin í höfuðborgina. röltuðum okkur uppá gistiheimili og kiktum svo niður á verslunargötuna. við peyjarnir fengum okkur nú bara öl meðan stúlkurnar fengu útrás fyrir verslunar þörf sína. við skelltum okkur svo út að borða og kiktum svo aðeins á næturlífið sem vægast sagt olli mér töluverðum vonbrigðum. Hef sterkan grun um að við höfum verið á kolvitlausum stað í leit af djammi. en hvað vitum við litlu íslendingarnir í 2 milljón mann borg. á laugardeginum var farið að versla með viðkomu á Burger King.

eftir velheppnaðan dag í Budapest heldum við svo í lestina og vorum kominn aftur heim til Debrecen um tíu leitið. Það voru nú allir hálf tussulegir eftir ferðalagið en við náðum nú að rífa okkur upp í nokkra bjóra.
skólinn byrjar semsagt í fyrramálið, fríið búið. við Ævar fáum lyklana af íbúðinni á morgun og er stefnan að flytja inn í byrjun næstu viku.
olrædí þenn, Haffi over and out í bili

vek athygli á því að myndir úr budapestferðinni eru komnar inná myndasvæðið

fimmtudagur, september 08, 2005

búin að finna þessa fínu íbúð mar!

jæja, ekki sett nokkurn skapaðan hlut hér inn í alltof langan tíma og biðst ég innilega forláts á því.

nú er bara legið fyrir og lesið að kappi fyrir seinna ungverskuprófið sem skella á okkur í fyrramálið. við fengum út úr því fyrra í gær og þess má geta að öll náðum við því nú, með mismiklum glansibrag þó.
Helvítið hann Ævar var hæðstur okkar íslendinganna, massaði þetta með miklum ágætum. sjálfur var ég nú ekki alveg að gera það gott, 75% rétt urðu mín hlutskipti. það er því skýr stefna morgundagsinns að koma öllum að óvörum, læra í alla nótt, slá í gegn og verða hæðstur! muhahaha they will never know what hit them!

nú, mikil og merkileg ákvörðun var tekin fyrir um það bil 12 min síðan af mér og ævari. við fórum í gær að skoða íbúð. okkur leist svona skrambi vel á pleisið að við höfum ákveðið eftir að hafa ráðfarið okkur við okkur vitrara fólk að stökkva á hana. íbúðin er í 2býli, næstu því einbýlishús! slotrið er 110fm2, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi og á 3 hæðum. svalir og læti! engin húsgögn voru í henni þegar við mættum að skoða og þá kom nú smá svipur á kallinn. En þá sagði strákurinn sem á hana að við þyrftum svo bara að láta vita hvað við vildum hafa í íbúðinni og hann myndi fara um leið og kaupa það, sófasett, skrifborð og tilheyrandi. ekki slæmt.
og fyrir þetta vill hann fá heilar 30000kr! hehe, ekkert mál sögðum við, 15000 á mann:)

fyrirhugað er að flytja inn á sunnudag. mun eg aðsjálfsögðu setja inn myndir að pleisinu við fyrsta tækifæri. nú við sem eruð soldið glögg tókuð eftir því að ég sagði 4 svefnherbergi, og við búum þarna 2. sem sagt, það er alltaf pláss ef eitthverjum dettur í hug að gera sér smá ferðalag og kikja á Haffa litla? alltaf heitt á könnunni.

þegar við höfum öll staðist ungverskuprófið með glans á morgun verður hoppað beint upp í lest og brunað til höfuðborgarinnar, Búdapest! þar ætlum við að spóka okkur um, skoða fallegar byggingar og kíkja jafnvel á safn ef tími gefst. og kannski kikt út á lífið? já vitiði, svei mér þá!. gistum eina nótt á hóteli, komum svo heim aftur á laugardag.

nú annars er þetta nú allt með kyrr og spekkt. gengur svona sinn vana gang. hér er nú margt sem kemur manni örlítið spánst fyrir sjónir. í skógunum hér allt í kring búa sígaunar í pappakössum. læðast í húmi nætur, gramsa í ruslinu þínu og stela nákvæmlega öllu sem mögulegt er að stela. eins og eg hef sagt áður eru hér engar umferðareglur. gangandi vegfarendur njóta einskis réttar, ekki heldur á gangbrautum. á hringtorgi hefur ytri akgrein forgang þannig að ef þú asnaðist eða neyddist til að taka þá innri máttu eins búast við því að vera bara þar sem eftir er dags. nú, orðið "rusl" er á ungversku "kuka", skiljanlega vakti það mikla kátinu meðal okkar þegar kennarinn sagði ýtrekað "kuka, kuka" enda erum við með eindæmum þroskaðir einstaklingar íslendingarnir hérna:)
Eitt atvik hérna sem situr soldið í mér :)
ég var að fara í bæinn í gær með svokölluðum "tramma" sem er einskonar sporvagn. nú allt í einu flautaði vagnin svona ægilega og snarhemlaði og nam staðar! þegar eg fór nú út ásamt öðrum farþegum til að sjá hvað gengi á ég sá eg að gömul kona lá á teinunum! jeminn hugsaði ég, greyið konan! lögreglan kom á svæðið um leið! hvar er sjúkrabíllin? konan lítur út fyrir að vera stórslösuð! hún hlýtur að hafa dottið svona illa á teinunum! neinei, engin sjúkrabíll. löggan steig út úr löggubílnum í rólegheitunum, kveikti sér í rettu og gekk að konunni. bölvaði svo e-ð óskiljanlegt á ungversku og ýtti svo konugreyinu með fætinum af teinunum og rúllaði henni út í kjarrið. gaf svo vagnadriverinum merki um að nú væri óhætt að leggja af stað. löggan steig aftur upp í bíl og keyrði burt, vagnstjórinn settist undir stýri og af stað fór sporvagninn! hvað!! konan enn þá liggjandi þarna! ég er ennþá að reyna að skilja hvað gerðist þarna. e-r farþegin sagði við mig að hún hafi augljóslega verið drukkinn og því fengið þessa meðferð! shit!! það er eins gott að koma sér heim sem fyrst eftir pöbbann hérna!

jæja það er víst best að fara að snúa sér aftur að bókunum ef áætlun mín um að ace-a þetta próf á að ganga eftir.
ég bið bara að heilsa í bili, kem með fréttir úr Búdapestförinni á laugardag

Hungary over and out!

föstudagur, september 02, 2005

Thank God it´s Friday!!

Össs haldiði að það sé eki bara kominn föstudagur í landi Ungverja!!
Skólaskyldu dagsinns lokið og stemmt er á game í kvöld! Ásgeir og frú ætla að gera sér lítið fyrir og bjóða mannskapnum í mat. Geri ég nú allfastlega ráð fyrir því að maður fá sér nú aðeins í litlu tánna.
Við nýnemarnir skelltum okkur út á lífið í fyrsta sinn hér í landi á miðvikudagskvöldið. það var bara helvíti mikið fjör.
Kiktum fyrst á e-n stað sem ég mann ekkert hvað hét, hittum þar nokkra norska kollega okkar. sátum þar úti og spðrðrenntum einum sveittum en héldum svo á aðal djammstað unga fólksinns í ungverjalandi, El Tornado! mér þykir það soldið skoplegt, þeir hlusta aðalega á ameríska tónlist en skilja engu að síður ekki orð af því sem sungið er.
þarna var gjörsamlega stappað af fólki, enda er miðvikudagur e-a hluta vegna aðal djammdagur ungverjana.
það er mjög auðvelt að vera greifi á barnum hérna. ég tók það af mér, fór á barinn, pantaði 3 stóra bjóra og 3 eplasnafsstaup og borgaði fyrir það heilar 600 ISL kr!!! ég hélt að ég myndi missa mig af kátínu! þetta verðlag var trúlega ástæðan fyrir því að þegar eg vaknaði á fimmtudagsmorgunin eftir 3 tíma svefn hélt ég í alvörunni að ég hefði dáið og endurfæðst sem úldinn klósettbursti! þess má geta að eftir tveggja tíma píningar í ungverskukennslu tilkynnti ég kennaranum að ég gæti bara ómögulega haldið áfram, yrði bara að fara heim, hlyti að hafa borðað e-ð ónýtt kvöldið áður. fór heim, svaf í 2 tíma eða svo, vaknaði endurnærður. gærkvöldið var afar rólegt. ég var tjillaði bara heimafyrir og eg er ekki frá því að það hafi örlað á smá heimþrá þarna um stund.

jæja nóg um það, sólin skín og það er föstudagur. aðeins eitt að gera. skella sér í ræktina og hlamma sér svo útfyrir með bjór í hönd og massa tanið.

szía (hæ og bæ á ungversku)