Haffafréttir

þriðjudagur, desember 13, 2005

Siggi Hall...

Það er með ólíkindum alveg hvað Ævar erum orðnir myndalegir í eldhúsinu. vissulega erum við ennþá með eina ungverska sem kemur vikulega og þrífur upp eftir okkur draslið, enda tiltekt eingöngu ætluð kvenfólki. en við eldavelina erum við orðnir sleipir maður. í fyrradag eldaði ég kryddlegnar nautasneiðar, borið fram með frönskum kappellum, salati með fetaosti og sveppasósu! ha! nokkuð gott! og ekki nóg með það, í kvöld eldaði ævar dýrindis barbekjú legnar kjúklingabringur með bræddum osti bornar fram með piparsósu! já það er ekkert annað en greifaskapurinn á þessum bæ skal ég segja ykkur.
svo á ég mér nýtt uppáhald, hindberjabragð. hafiði smakkað eitthvað með hindberjabragði? mæli alveg sterklega með því skal ég segja ykkur!

á laugardaginn verður nú tekið sér smá frí frá lestri og brugðið sér í smá bæjarferð í tilefni jólanna, á nebblilega eftir að kaupa jólagjafirnar í ár. ekki verða þær nú margar sem er ágætt því þá get eg leyft mér að taka góðan tíma í að velja e-ð fallegt handa mínum nánustu. ævar ætlar að kaupa sér föt í jólagjöf handa sjálfum sér, mun eg vera honum til halds og trausts sem sérlegur tískuráðgjafi.
nú ætla eg að taka sjóræningjaskipið mitt og hi-men kallana mína og skella mér í bað, grænt og kalt bað að ungverskum sið.

over and out

13 Comments:

Post a Comment

<< Home