Siggi Hall...
Það er með ólíkindum alveg hvað Ævar erum orðnir myndalegir í eldhúsinu. vissulega erum við ennþá með eina ungverska sem kemur vikulega og þrífur upp eftir okkur draslið, enda tiltekt eingöngu ætluð kvenfólki. en við eldavelina erum við orðnir sleipir maður. í fyrradag eldaði ég kryddlegnar nautasneiðar, borið fram með frönskum kappellum, salati með fetaosti og sveppasósu! ha! nokkuð gott! og ekki nóg með það, í kvöld eldaði ævar dýrindis barbekjú legnar kjúklingabringur með bræddum osti bornar fram með piparsósu! já það er ekkert annað en greifaskapurinn á þessum bæ skal ég segja ykkur.
svo á ég mér nýtt uppáhald, hindberjabragð. hafiði smakkað eitthvað með hindberjabragði? mæli alveg sterklega með því skal ég segja ykkur!
á laugardaginn verður nú tekið sér smá frí frá lestri og brugðið sér í smá bæjarferð í tilefni jólanna, á nebblilega eftir að kaupa jólagjafirnar í ár. ekki verða þær nú margar sem er ágætt því þá get eg leyft mér að taka góðan tíma í að velja e-ð fallegt handa mínum nánustu. ævar ætlar að kaupa sér föt í jólagjöf handa sjálfum sér, mun eg vera honum til halds og trausts sem sérlegur tískuráðgjafi.
nú ætla eg að taka sjóræningjaskipið mitt og hi-men kallana mína og skella mér í bað, grænt og kalt bað að ungverskum sið.
over and out
svo á ég mér nýtt uppáhald, hindberjabragð. hafiði smakkað eitthvað með hindberjabragði? mæli alveg sterklega með því skal ég segja ykkur!
á laugardaginn verður nú tekið sér smá frí frá lestri og brugðið sér í smá bæjarferð í tilefni jólanna, á nebblilega eftir að kaupa jólagjafirnar í ár. ekki verða þær nú margar sem er ágætt því þá get eg leyft mér að taka góðan tíma í að velja e-ð fallegt handa mínum nánustu. ævar ætlar að kaupa sér föt í jólagjöf handa sjálfum sér, mun eg vera honum til halds og trausts sem sérlegur tískuráðgjafi.
nú ætla eg að taka sjóræningjaskipið mitt og hi-men kallana mína og skella mér í bað, grænt og kalt bað að ungverskum sið.
over and out
13 Comments:
At 9:55 PM, desember 13, 2005, Hrafnhildur said…
mjööög mikilvægt að muna eftir sjóræningjaskipinu :) hahaha...
At 10:19 PM, desember 13, 2005, haffi littli said…
það er snilld að fara með dót í bað
At 11:13 PM, desember 13, 2005, Haffi dan said…
já það er alveg ótrúlegt, 24 ára gamall og mér finnst ennþá gaman að fara með dót í bað
At 10:53 PM, desember 15, 2005, Jenný said…
Það er nú til margt skemmtilegt bað dót...
At 9:29 PM, desember 16, 2005, ....... said…
bíddu fyrirgefðu...... tiltekt bara fyrir kvenfólk.....???????
At 7:50 PM, desember 20, 2005, þórir said…
hmm.. ég er stórlega farinn að efast um kynhneigð þína. Er ekki allt í lagi?
At 7:31 PM, desember 21, 2005, Þóreyj said…
Hey styttist í það að Gamli Karlinn sem er hættur að geta þrifið efir sig eigi afmæli. Spáðu í því eftir eitt ár verðuru hálf fimmtugur og þá þarftu kannski annan kvenmann til að skeina þér:) ég býð mig ekki fram þótt ég sé mjög liðtæk á því sviði hehe. En samt fyrirfram afmæliskveðja;)
At 2:08 AM, desember 22, 2005, Kristín Ósk said…
Hæ Haffi!! Veit ekki hvernig ég endaði á síðunni þinni, en fannst það allavega ekki leiðinlegt. Veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég heiti Kristín Ósk og er 22ára hafnfirðingur. Þú manst vonandi eftir mér þegar ég segi:Við tvö,bíó og vandræðalegt!!! En allavega gaman að rekast á síðuna þína. Ef þú veist ennþá ekki hver ég er þá er heimasíðan mín www.blog.central.is/kristinoh.
At 1:03 PM, desember 22, 2005, þórir said…
Holy Crap
At 10:54 AM, desember 23, 2005, Hafsteinn Daníel said…
hahaha jújú sæl Kristín ég man vel eftir þessari bíóferð, fyrsta deitið sem fór á, mjög svo skemmtilegt:) gaman að heyra frá þér
At 11:05 AM, desember 23, 2005, Hafsteinn Daníel said…
takk fyrir kveðjuna Þórey mín:) gleðileg jól:)
At 4:02 PM, desember 24, 2005, þórir said…
gætir þu sagt eitthvað meira frá þessu deiti?
At 8:00 PM, desember 29, 2005, Hafsteinn Daníel said…
nei
Post a Comment
<< Home