Haffafréttir

föstudagur, desember 23, 2005

Þorláksmessa...

23. Desember!!
Það þýðir fernt:

það eru 10 dagar síðan ég bloggaði síðast...

það eru 6 dagar í lokapróf í Biophysics...

það er einn dagur til jóla...

og síðast enn alls ekki síst...ÉG Á AFMÆLI Í DAG!!!!

auglýsi ég her með eftir afmæliskveðjum frá vinum og vandamönnum til að hlýja mér um hjartarætur á köldum vetrardögunum sem eftir eru af þessari önn hér í ungverjalandi!

það styttist óðum í það að maður geti farið að panta sér flug á klakann, á aðeins eftir að klára þessi 2 próf, sem er aðeins formsatriði að sjálfsögðu! maður reynir að halda niðri tilhlökkuninni eftir að komast "heim" til að halda e-i einbeitingu í lestrinum , en ég verð bara að segja mikið djö..hlakkar mér til að komast heim í frí! það verður farið á subway, pantað þér dominos, notið þess að skilja það sem fólk er að segja í kringum mann, skellt sér á þorrblót, heimsækja eins marga og eg mögulega get og tjúttað eins og ég eigi lífið að leysa!
ég geri ekki ráð fyrir því að það verði mikið lært á morgun. Það verður haldið í jólaboð heima hjá Amín og Hörn,í fjarveru Harnar reyndar þar sem hún skellti sér á klakann, þar verðum við saman komin eitthver 10 stykki eða svo, borðum hangikjet og ýmiskonar gúmmilaði af íslenskum sið. Syngjum heimsumból, förum í pakkaleik og dönsum í kringum jólatréð! held ég að það verði nú gaman maður!
jæja back to reality, jólin eru á morgun, í dag verður lesið um geisla, Ultrasound, fluorescence og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég minni á það einu sinni enn að ég á afmæli í dag svo allir sem lesa þetta komist ekki hjá því að skilja nú eftir comment með afmælis og jólakveðjum!

gleðileg jól öllsömul, eigið þið yndislega jólahátíð! Og gleðilegt nýtt ár líka og sjáumst hress og kát árið 2006!!

12 Comments:

  • At 2:08 PM, desember 23, 2005, Siggi Björn said…

    Til hamingju með afmælið og gleðileg jól....

     
  • At 9:17 PM, desember 23, 2005, Kristinn H. Gunnarsson said…

    sæll frændi, bestu hamingjuóskir með afmælið, þú hefur nóg að gera yfir hátíðirnar með prófin framundan. En eftir jólin kemur þorrinn og þá er oft gaman.
    kær kveðja frá Bolungavík,
    kiddi

     
  • At 10:09 PM, desember 23, 2005, Mútter said…

    Enn og aftur, til hamingju með daginn sonur sæll.
    Stíðstertan a la mamma verður að bíða betri tíma en verður þeim mun veglegri.
    Saknaðarkveðjur að heiman
    Þín mútter

     
  • At 3:59 PM, desember 24, 2005, þórir said…

    Til Hamingju með afmælið kall og gleðileg jól sjáumst eftir áramót er það ekki?

     
  • At 5:43 PM, desember 24, 2005, Andri Hugo said…

    Til hamingju með afmælið, kúturinn minn. Og gleðileg jól! :) Hvenær kemurðu til Eyja?

     
  • At 6:35 PM, desember 24, 2005, Helgi said…

    Gleðilegt afmæli og til hamingju með jólin.

     
  • At 10:51 PM, desember 24, 2005, hlöddson said…

    til hamingju með ammli og gleðileg jól. gangi sem best í prófum. sælirrrr

     
  • At 12:49 AM, desember 25, 2005, Kata stóra said…

    Sæll frændi og til hamingju með afmælið...í gær:)
    Gleðileg jól karlinn minn og gangi þér vel í prófunum! Hér í Víkinni nhöfum við það gott með Haffa stóra sem betur fer kom til okkr. Auja og litla mín og Bjarki í sveitinni.
    Heyrði í mömmu þinni áðn og var bara gott hljóð í henni...það má segja að hún hafi bjargað jólunum....

    Bestu kveðjur frændi

    Kata (stóra ) og co.

     
  • At 1:14 AM, desember 25, 2005, Nafni said…

    Sæll nafni.
    Loksins komst ég á síðuna þína :) Til hamingju með daginn...enn og aftur. Þú stefnir á að taka prófin á ippon, ef ekki þá hefur þú samband við Gunna, hann hlýtur að kunna einhver vel valin japönsk orð á þetta.

    Kv.
    Haffi H.

     
  • At 7:12 PM, desember 25, 2005, Lára Dögg said…

    Til hamingju með afmælið!!
    Gleðileg jól og takk fyrir árið sem er að líða... ;)

     
  • At 10:25 PM, desember 26, 2005, Eggert said…

    Til hamingju með jólin, já og afmælið.
    kveðja af klakanum,
    Dr. Eggert

     
  • At 10:28 PM, desember 26, 2005, Auja frænka said…

    Hæ hæ Frændi!
    Innilega til hamingju með afmælið...betra er seint en aldrei!Var reyndar búin að taka loforð af múttu þinni að skila kveðju til þín....var nefnilega í sveitinni og netið þar ekki alveg að gera sig.Vona að þér gangi vel í þessum prófum....sjáumst og gleðileg jól
    auja

     

Post a Comment

<< Home