Haffafréttir

sunnudagur, september 11, 2005

Budapest skoðuð

Helgin liðin og skóli á morgun!!

um leið og við kláruðum ungverskuprófið á föstudaginn var brunað heim, skipt um föt og pakkað niður og haldið út á brautarstöð. Engu mátti muna að Ásgeir, Guðrún og Kolbeinn misstu af lestinni. Ásgeir setti óopinbert heimsmet í 200 m hlaupi með barnavagn, 4,3 sek. Rétt náði!

Tæpum 3 tímum seinna vorum við komin í höfuðborgina. röltuðum okkur uppá gistiheimili og kiktum svo niður á verslunargötuna. við peyjarnir fengum okkur nú bara öl meðan stúlkurnar fengu útrás fyrir verslunar þörf sína. við skelltum okkur svo út að borða og kiktum svo aðeins á næturlífið sem vægast sagt olli mér töluverðum vonbrigðum. Hef sterkan grun um að við höfum verið á kolvitlausum stað í leit af djammi. en hvað vitum við litlu íslendingarnir í 2 milljón mann borg. á laugardeginum var farið að versla með viðkomu á Burger King.

eftir velheppnaðan dag í Budapest heldum við svo í lestina og vorum kominn aftur heim til Debrecen um tíu leitið. Það voru nú allir hálf tussulegir eftir ferðalagið en við náðum nú að rífa okkur upp í nokkra bjóra.
skólinn byrjar semsagt í fyrramálið, fríið búið. við Ævar fáum lyklana af íbúðinni á morgun og er stefnan að flytja inn í byrjun næstu viku.
olrædí þenn, Haffi over and out í bili

vek athygli á því að myndir úr budapestferðinni eru komnar inná myndasvæðið

0 Comments:

Post a Comment

<< Home