Haffafréttir

föstudagur, september 02, 2005

Thank God it´s Friday!!

Össs haldiði að það sé eki bara kominn föstudagur í landi Ungverja!!
Skólaskyldu dagsinns lokið og stemmt er á game í kvöld! Ásgeir og frú ætla að gera sér lítið fyrir og bjóða mannskapnum í mat. Geri ég nú allfastlega ráð fyrir því að maður fá sér nú aðeins í litlu tánna.
Við nýnemarnir skelltum okkur út á lífið í fyrsta sinn hér í landi á miðvikudagskvöldið. það var bara helvíti mikið fjör.
Kiktum fyrst á e-n stað sem ég mann ekkert hvað hét, hittum þar nokkra norska kollega okkar. sátum þar úti og spðrðrenntum einum sveittum en héldum svo á aðal djammstað unga fólksinns í ungverjalandi, El Tornado! mér þykir það soldið skoplegt, þeir hlusta aðalega á ameríska tónlist en skilja engu að síður ekki orð af því sem sungið er.
þarna var gjörsamlega stappað af fólki, enda er miðvikudagur e-a hluta vegna aðal djammdagur ungverjana.
það er mjög auðvelt að vera greifi á barnum hérna. ég tók það af mér, fór á barinn, pantaði 3 stóra bjóra og 3 eplasnafsstaup og borgaði fyrir það heilar 600 ISL kr!!! ég hélt að ég myndi missa mig af kátínu! þetta verðlag var trúlega ástæðan fyrir því að þegar eg vaknaði á fimmtudagsmorgunin eftir 3 tíma svefn hélt ég í alvörunni að ég hefði dáið og endurfæðst sem úldinn klósettbursti! þess má geta að eftir tveggja tíma píningar í ungverskukennslu tilkynnti ég kennaranum að ég gæti bara ómögulega haldið áfram, yrði bara að fara heim, hlyti að hafa borðað e-ð ónýtt kvöldið áður. fór heim, svaf í 2 tíma eða svo, vaknaði endurnærður. gærkvöldið var afar rólegt. ég var tjillaði bara heimafyrir og eg er ekki frá því að það hafi örlað á smá heimþrá þarna um stund.

jæja nóg um það, sólin skín og það er föstudagur. aðeins eitt að gera. skella sér í ræktina og hlamma sér svo útfyrir með bjór í hönd og massa tanið.

szía (hæ og bæ á ungversku)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home