Haffafréttir

sunnudagur, október 02, 2005

Það er sunnudagsmorgun tralla lalla la...

Það er snemma á Sunnudagsmorgni hér í Ungverjalandi. Mér finnst ég alveg eins geta verið bara heima á Íslandi þar sem ég sest við skrifborðið og lít út um gluggann. Svona grámyglulegt og kuldalegt um að lítast. Það er greinilega að koma haust hér á landi. Þetta er alls ekki slæmt, hálf heimilislegt svona. Get nú samt ekki sagt að ég hlakki beinlínis til þess að það fari að snjóa en jæja, maður er nú búin að hafa það býsna gott.

Þetta er nú alveg nýtt fyrir mér að rífa mig á lappir kl 9 á sunnudagsmorgni:/ oj bara, og hugsa sér, það er í alvörunni til fólk sem gerir það ótilneytt.
Ég tók stór skref til bætts lifnaðar í gær, fór í ræktina og keypti mér kort. Mjög fínn staður, nýtískulegur og allt til alls. mánaðarkortið kostaði heilar 2000 ISL kr. Ég tók vel á því um stund og svei mér þá að ef ég finn ekki hvernig ég er strax mun massaðari núna í dag er en ég var í gær.
Við fórum svo út að borða í gær. Algerlega bráðnauðsynlegt að gera eitthvað skemmtilegt inná milli þegar maður er að lesa svona allann daginn. Það var mjög fínt, fékk trúlega bestu steik sem ég hef fengið síðan ég kom. Þetta er samt leiðindar siður hjá ungverjunnum að sörvera engar sósur með mat, er ennþá að venjast því.

jæja dagsskipanin er afar einföld. Lesa skal í allan dag. Ég ætla nú samt að gerast svo djarfur að fara í búð í dag og kaupa sturtuhengi og borvél svo ég geti nú nýtt smíðakunnáttu mína til þess að skrúfa saman rúmið mitt sem virðist hanga saman á jaaa ég veit eiginlega ekki á hverju það hangir en það þarfnast alla veganna bráðaaðgerðar!

Atómin baalla á mig
Szia

0 Comments:

Post a Comment

<< Home