Haffafréttir

fimmtudagur, september 08, 2005

búin að finna þessa fínu íbúð mar!

jæja, ekki sett nokkurn skapaðan hlut hér inn í alltof langan tíma og biðst ég innilega forláts á því.

nú er bara legið fyrir og lesið að kappi fyrir seinna ungverskuprófið sem skella á okkur í fyrramálið. við fengum út úr því fyrra í gær og þess má geta að öll náðum við því nú, með mismiklum glansibrag þó.
Helvítið hann Ævar var hæðstur okkar íslendinganna, massaði þetta með miklum ágætum. sjálfur var ég nú ekki alveg að gera það gott, 75% rétt urðu mín hlutskipti. það er því skýr stefna morgundagsinns að koma öllum að óvörum, læra í alla nótt, slá í gegn og verða hæðstur! muhahaha they will never know what hit them!

nú, mikil og merkileg ákvörðun var tekin fyrir um það bil 12 min síðan af mér og ævari. við fórum í gær að skoða íbúð. okkur leist svona skrambi vel á pleisið að við höfum ákveðið eftir að hafa ráðfarið okkur við okkur vitrara fólk að stökkva á hana. íbúðin er í 2býli, næstu því einbýlishús! slotrið er 110fm2, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi og á 3 hæðum. svalir og læti! engin húsgögn voru í henni þegar við mættum að skoða og þá kom nú smá svipur á kallinn. En þá sagði strákurinn sem á hana að við þyrftum svo bara að láta vita hvað við vildum hafa í íbúðinni og hann myndi fara um leið og kaupa það, sófasett, skrifborð og tilheyrandi. ekki slæmt.
og fyrir þetta vill hann fá heilar 30000kr! hehe, ekkert mál sögðum við, 15000 á mann:)

fyrirhugað er að flytja inn á sunnudag. mun eg aðsjálfsögðu setja inn myndir að pleisinu við fyrsta tækifæri. nú við sem eruð soldið glögg tókuð eftir því að ég sagði 4 svefnherbergi, og við búum þarna 2. sem sagt, það er alltaf pláss ef eitthverjum dettur í hug að gera sér smá ferðalag og kikja á Haffa litla? alltaf heitt á könnunni.

þegar við höfum öll staðist ungverskuprófið með glans á morgun verður hoppað beint upp í lest og brunað til höfuðborgarinnar, Búdapest! þar ætlum við að spóka okkur um, skoða fallegar byggingar og kíkja jafnvel á safn ef tími gefst. og kannski kikt út á lífið? já vitiði, svei mér þá!. gistum eina nótt á hóteli, komum svo heim aftur á laugardag.

nú annars er þetta nú allt með kyrr og spekkt. gengur svona sinn vana gang. hér er nú margt sem kemur manni örlítið spánst fyrir sjónir. í skógunum hér allt í kring búa sígaunar í pappakössum. læðast í húmi nætur, gramsa í ruslinu þínu og stela nákvæmlega öllu sem mögulegt er að stela. eins og eg hef sagt áður eru hér engar umferðareglur. gangandi vegfarendur njóta einskis réttar, ekki heldur á gangbrautum. á hringtorgi hefur ytri akgrein forgang þannig að ef þú asnaðist eða neyddist til að taka þá innri máttu eins búast við því að vera bara þar sem eftir er dags. nú, orðið "rusl" er á ungversku "kuka", skiljanlega vakti það mikla kátinu meðal okkar þegar kennarinn sagði ýtrekað "kuka, kuka" enda erum við með eindæmum þroskaðir einstaklingar íslendingarnir hérna:)
Eitt atvik hérna sem situr soldið í mér :)
ég var að fara í bæinn í gær með svokölluðum "tramma" sem er einskonar sporvagn. nú allt í einu flautaði vagnin svona ægilega og snarhemlaði og nam staðar! þegar eg fór nú út ásamt öðrum farþegum til að sjá hvað gengi á ég sá eg að gömul kona lá á teinunum! jeminn hugsaði ég, greyið konan! lögreglan kom á svæðið um leið! hvar er sjúkrabíllin? konan lítur út fyrir að vera stórslösuð! hún hlýtur að hafa dottið svona illa á teinunum! neinei, engin sjúkrabíll. löggan steig út úr löggubílnum í rólegheitunum, kveikti sér í rettu og gekk að konunni. bölvaði svo e-ð óskiljanlegt á ungversku og ýtti svo konugreyinu með fætinum af teinunum og rúllaði henni út í kjarrið. gaf svo vagnadriverinum merki um að nú væri óhætt að leggja af stað. löggan steig aftur upp í bíl og keyrði burt, vagnstjórinn settist undir stýri og af stað fór sporvagninn! hvað!! konan enn þá liggjandi þarna! ég er ennþá að reyna að skilja hvað gerðist þarna. e-r farþegin sagði við mig að hún hafi augljóslega verið drukkinn og því fengið þessa meðferð! shit!! það er eins gott að koma sér heim sem fyrst eftir pöbbann hérna!

jæja það er víst best að fara að snúa sér aftur að bókunum ef áætlun mín um að ace-a þetta próf á að ganga eftir.
ég bið bara að heilsa í bili, kem með fréttir úr Búdapestförinni á laugardag

Hungary over and out!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home